QuizUp komið út fyrir Windows-síma 21. júní 2015 16:07 Spurningaleikurinn vinsæli eykur sífellt umsvif sín. QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga. Leikjavísir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga.
Leikjavísir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira