Erlent

Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja

Vísir/EPa
Louka Kat­seli, banka­stjóri Lands­banka Grikk­lands, stærsta banka lands­ins, seg­ir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórn­völd kæm­ust ekki að sam­komu­lagi við lán­ar­drottna sína um skulda­vanda lands­ins.

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðar­fund­ar á morg­un þar sem reynt verður að ná sam­komu­lagi um skulda­vanda Grikk­lands.

Grikk­ir eiga að standa skil á 1,6 millj­arða evra af­borg­un af láni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir lok mánaðar­ins. Til þess að geta það verða þeir að fá frek­ari neyðarlán.

Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikk­ir lentu í greiðslu­falli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar.

Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.

Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA
„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni.

 „Ég tel að heil­brigð skyn­semi muni verða ofan á og að sam­komu­lag ná­ist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju fé­lag­ar okk­ar og kröfu­haf­ar grískra stjórn­valda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla.

Hún sagði að ef Grikk­ir þyrftu að segja skilið við evr­una og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjár­fest­ar strax gera áhlaup á næst­veik­asta hag­kerfið á evru­svæðinu eða jafn­vel sjálfa evr­una.

Hag­fræðing­ar ótt­ast að Grikk­ir neyðist til að ganga úr evru­sam­starf­inu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir 30. júní næst­kom­andi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×