Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Dómgæslan algjörlega glórulaus

Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar
Rúnar Páll var ósáttur með dómgæsluna í kvöld.
Rúnar Páll var ósáttur með dómgæsluna í kvöld. vísir/vilhelm
"Það er gríðarlega súrt að tapa þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap fyrir KR á Samsung-vellinum í kvöld.

"Mér fannst við spila feykilega vel í kvöld og þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Það er sárt að fá ekkert út úr leiknum en við getum tekið helling með okkur í næsta leik."

Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og átta stiga mun á milli Stjörnunnar og toppliðs FH segir Rúnar að Garðabæjarliðið sé ekki að fara að setja sér ný markmið í samræmi við það.

"Ný markmið, nei, nei. Deildin er ekki einu sinni hálfnuð og það er nóg af leikjum eftir og fullt af stigum í pottinum. Við þurfum þess ekkert.

"Við höfum trú á okkur þrátt fyrir að við séum í smá mótlæti núna," sagði Rúnar sem var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Erlendar Eiríkssonar, dómara leiksins, í kvöld.

"Mér fannst dómgæslan algjörlega glórulaus og það hallaði mikið á okkur. Ég skil ekki alveg hvað menn voru að gera hérna. Þetta var bara einn af þeim þáttum," sagði Rúnar og vísaði til atviksins þegar Ólafur Karl Finsen var dæmdur brotlegur eftir að hafa náð boltanum af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR.

En hvað þurfa Stjörnumenn að laga fyrir næstu leiki til að byrja að safna stigum á ný?

"Við þurfum að halda þessum dampi. Mér fannst leikurinn í kvöld vera mikil bæting frá síðustu leikjum og við höldum ótrauðir áfram," sagði Rúnar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×