Hreyfing komin á kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:09 Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47
Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“