Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir nýjan samning Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 21:44 Samningar voru undirritaðir rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Vísir/Valli Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skrifað undir nýjan kjarasamning. Undirritunin fór fram um klukkan tíu í kvöld en þá höfðu samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga fundað frá klukkan níu í morgun. Þetta var fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. „Ég er tiltölulega sáttur,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkissins, þegar fréttastofa náði í hann eftir undirskriftina. „Samningurinn er ekki í samræmi við þá samninga sem gerðir voru við lækna í vor,“ segir Gunnar, sem er ánægður með að samningar séu í höfn. „Þessar kjaradeilur höfðu skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið.“ Samið er til tæplega fjögurra ára, eða til loka mars 2019. Nýji samningurinn felur í sér beinar hækkanir upp á 18,6 prósent sem koma fram fyrstu þrjú árin. Auk þess voru fjármunir lagðir í stofnanasamninga. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, vildi lítið tjá sig um það hvort hann sé vongóður á að félagsmenn samþykki nýja samninginn í atkvæðagreiðslu. Félagið þarf að skila inn endanlegri niðurstöðu þann 15. júlí. „Það er í rauninni bara hvers og eins hjúkrunarfræðings að ákveða það,“ segir Ólafur. „Við náðum eins góðum samningi og hægt var við aðstæður.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Málshöfðun breytir engu um samningsvilja Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu hjúkrunarfræðinga og viðræðurnar því í algjöru frosti. 19. júní 2015 13:09 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skrifað undir nýjan kjarasamning. Undirritunin fór fram um klukkan tíu í kvöld en þá höfðu samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga fundað frá klukkan níu í morgun. Þetta var fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. „Ég er tiltölulega sáttur,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkissins, þegar fréttastofa náði í hann eftir undirskriftina. „Samningurinn er ekki í samræmi við þá samninga sem gerðir voru við lækna í vor,“ segir Gunnar, sem er ánægður með að samningar séu í höfn. „Þessar kjaradeilur höfðu skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið.“ Samið er til tæplega fjögurra ára, eða til loka mars 2019. Nýji samningurinn felur í sér beinar hækkanir upp á 18,6 prósent sem koma fram fyrstu þrjú árin. Auk þess voru fjármunir lagðir í stofnanasamninga. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, vildi lítið tjá sig um það hvort hann sé vongóður á að félagsmenn samþykki nýja samninginn í atkvæðagreiðslu. Félagið þarf að skila inn endanlegri niðurstöðu þann 15. júlí. „Það er í rauninni bara hvers og eins hjúkrunarfræðings að ákveða það,“ segir Ólafur. „Við náðum eins góðum samningi og hægt var við aðstæður.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Málshöfðun breytir engu um samningsvilja Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu hjúkrunarfræðinga og viðræðurnar því í algjöru frosti. 19. júní 2015 13:09 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Málshöfðun breytir engu um samningsvilja Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu hjúkrunarfræðinga og viðræðurnar því í algjöru frosti. 19. júní 2015 13:09
Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45
Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34
Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01