Erlent

Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand.
Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. Vísir/AFP
Grikkland heldur áfram að reyna að ná samningum við lánardrottna sína til að forða landinu frá þjóðargjaldþroti. Fundað var fram á nótt í gær í von um að leysa fjárhagsvandræðin en án árangurs.

Búist er við því að viðræður Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og kröfuhafa haldi áfram í Brussel í dag.

Í gær höfnuðu kröfuhafar tillögu Grikkja um aðgerðir til að leysa vandann en lögðu aftur á móti fram sínar eigin tillögur, sem hafa verið gagnrýndar í Grikklandi. Aðeins nokkrir dagar eru þar til ríkið á að greiða 1.6 milljarða evra til baka til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×