Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 12:13 Slakað á í pottinum að keppninni lokinni. „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo sem komu fyrstir í mark í WOW Cyclothon í morgun. Um sannkallað fjölskyldulið er að ræða því Anton Örn, bróðir Rúnars, hjólaði einnig auk þess sem faðir þeirra, Elfar Rúnarsson, fór mikinn í hlutverki annars bílstjóra. „Þetta var hrikalega gaman,“ segir Anton Örn sem var nýkominn upp úr heita pottinum á heimili foreldra þeirra, Hólmfríðar Karlsdóttur og Elfars, í Garðabæ. Auk þeirra bræðra nutu hinir hjólreiðakapparnir, Kári Brynjólfsson og Davíð Þór Sigurðsson, sín vel í pottinum en menn voru þreyttir eins og sjá má á myndinni að ofan. „Við hjóluðum fyrst fjögur lið saman. Skildum eitt eftir á Öxi, annað stuttu eftir Vík og svo það þriðja rétt fyrir Selfoss,“ segir Rúnar Karl. Aðspurður segir hann telja þeirra lið hafa verið það sterkasta. Það hafi komið á daginn. Hann hrósar þó keppinautunum í hástert. „Þeir voru ótrúlega sterkir og flottir samferðamenn.“Þrír strákanna í Eldfjótir með Ergo.Mynd/Eldfljótir með ErgoEkkert vesen Allt gekk upp hjá liðinu á leiðinni um landið sem hófst á þriðjudagskvöldið. Engin sprungin dekk, ekkert gíravesen og bremsurnar í góðu lagi. „Það klikkaði bara ekki neitt,“ segir Rúnar Karl. Það hafi þó ekki endilega komið á óvart því hið sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra þegar hann keppti með öðru liði. Næst á dagskrá hjá Rúnari Karli og félögum er svefn. Langþráður svefn. Eðli málsins samkvæmt var lítið sofið undanfarna tvo daga. „Það er mjög áhugavert að sofa í húsbíl á ferð sem hoppar og skoppar. Svo er alltaf verið að keyra fram úr og bremsa.“ Rúnar segist hafa hvílt sig þrisvar en aldrei sofnað. Hinir hafi náð að festa svefn en það hafi verið takmarkað og mismikið.Pabbinn í lykilhlutverki Garðbæingurinn er ánægður með fjögurra manna teymi hjólreiðakappanna en heldur svo ekki vatni yfir frammistöðu bílstjóranna, Eymundar Sveins Einarssonar og Elfars Rúnarssonar. Elfar er afar reynslumikill hjólreiðamaður og kom það að góðum notum og skipti sköpu að sögn Antons. „Hann stjórnaði þessu eins og herforingi. Það var gulls í gildi að hafa hann. Hann var ekki bara að stjórna okkar liði heldur hinum liðunum líka. kenna þeim að skipta rétt,“ segir Rúnar. Aðspurður um hjólreiðahæfileika móðurinnar, fegurðardrottningarinnar og leikskólakennarans landsfræga Hólmfríðar Karlsdóttur, segir Rúnar hana hjóla heilmikið þótt það sé ekki með þeim bræðrum. „Það er helst með pabba,“ segir Rúnar. Bjórinn hafi þó verið kaldur og góður þegar strákanir mættu heim til mömmu í morgun. Um næringu á leiðinni segir kappinn mestu skipta að hafa fjölbreytta fæðu því auðvelt sé að fá leið á einhverju. Hamborgara var rennt niður á Egilsstöðum og svo voru orkusúkkulaði, pasta, samlokur og pizzur á boðstólnum auk sælgætis. „Það dugar samt aldrei. Ég á eftir að vakna glorhungraður,“ segir kappinn. En hvað ætlar hann að fá sér þá? „Bara það sem mig langar í.“ Wow Cyclothon Tengdar fréttir "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo sem komu fyrstir í mark í WOW Cyclothon í morgun. Um sannkallað fjölskyldulið er að ræða því Anton Örn, bróðir Rúnars, hjólaði einnig auk þess sem faðir þeirra, Elfar Rúnarsson, fór mikinn í hlutverki annars bílstjóra. „Þetta var hrikalega gaman,“ segir Anton Örn sem var nýkominn upp úr heita pottinum á heimili foreldra þeirra, Hólmfríðar Karlsdóttur og Elfars, í Garðabæ. Auk þeirra bræðra nutu hinir hjólreiðakapparnir, Kári Brynjólfsson og Davíð Þór Sigurðsson, sín vel í pottinum en menn voru þreyttir eins og sjá má á myndinni að ofan. „Við hjóluðum fyrst fjögur lið saman. Skildum eitt eftir á Öxi, annað stuttu eftir Vík og svo það þriðja rétt fyrir Selfoss,“ segir Rúnar Karl. Aðspurður segir hann telja þeirra lið hafa verið það sterkasta. Það hafi komið á daginn. Hann hrósar þó keppinautunum í hástert. „Þeir voru ótrúlega sterkir og flottir samferðamenn.“Þrír strákanna í Eldfjótir með Ergo.Mynd/Eldfljótir með ErgoEkkert vesen Allt gekk upp hjá liðinu á leiðinni um landið sem hófst á þriðjudagskvöldið. Engin sprungin dekk, ekkert gíravesen og bremsurnar í góðu lagi. „Það klikkaði bara ekki neitt,“ segir Rúnar Karl. Það hafi þó ekki endilega komið á óvart því hið sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra þegar hann keppti með öðru liði. Næst á dagskrá hjá Rúnari Karli og félögum er svefn. Langþráður svefn. Eðli málsins samkvæmt var lítið sofið undanfarna tvo daga. „Það er mjög áhugavert að sofa í húsbíl á ferð sem hoppar og skoppar. Svo er alltaf verið að keyra fram úr og bremsa.“ Rúnar segist hafa hvílt sig þrisvar en aldrei sofnað. Hinir hafi náð að festa svefn en það hafi verið takmarkað og mismikið.Pabbinn í lykilhlutverki Garðbæingurinn er ánægður með fjögurra manna teymi hjólreiðakappanna en heldur svo ekki vatni yfir frammistöðu bílstjóranna, Eymundar Sveins Einarssonar og Elfars Rúnarssonar. Elfar er afar reynslumikill hjólreiðamaður og kom það að góðum notum og skipti sköpu að sögn Antons. „Hann stjórnaði þessu eins og herforingi. Það var gulls í gildi að hafa hann. Hann var ekki bara að stjórna okkar liði heldur hinum liðunum líka. kenna þeim að skipta rétt,“ segir Rúnar. Aðspurður um hjólreiðahæfileika móðurinnar, fegurðardrottningarinnar og leikskólakennarans landsfræga Hólmfríðar Karlsdóttur, segir Rúnar hana hjóla heilmikið þótt það sé ekki með þeim bræðrum. „Það er helst með pabba,“ segir Rúnar. Bjórinn hafi þó verið kaldur og góður þegar strákanir mættu heim til mömmu í morgun. Um næringu á leiðinni segir kappinn mestu skipta að hafa fjölbreytta fæðu því auðvelt sé að fá leið á einhverju. Hamborgara var rennt niður á Egilsstöðum og svo voru orkusúkkulaði, pasta, samlokur og pizzur á boðstólnum auk sælgætis. „Það dugar samt aldrei. Ég á eftir að vakna glorhungraður,“ segir kappinn. En hvað ætlar hann að fá sér þá? „Bara það sem mig langar í.“
Wow Cyclothon Tengdar fréttir "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
"Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56