Úlfar: Strákarnir ætla að endurheimta sæti sitt í fyrstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:00 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira