Valdfíknin það allra öflugasta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. júní 2015 12:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“ Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent