Enski boltinn

Umboðsmaður Bacca staðfestir áhuga Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bacca fagnar marki í leik með Sevilla í Evrópudeildinni, en Sevilla vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.
Bacca fagnar marki í leik með Sevilla í Evrópudeildinni, en Sevilla vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð. vísir/getty
Sergio Barila, umboðsmaður Carlos Bacca, fullyrðir að Liverpool hafi áhuga á að klófesta framherjann. Bacca, sem leikur með Sevilla, fór á kostum á síðasta tímabili og eru mörg félög á eftir kappanum.

„Við vitum af fjölmörgum liðum sem hafa áhuga, en það hefur ekkert tilboð borist enn. Ég talaði við Carlos á miðvikudaginn og við þurfum að finna lausn. Félög eru að segja honum að skrifa ekki undir neitt hjá Sevilla, en við bíðum enn,” sagði umboðsmaðurinn.

„Liverpol og annað enskt félög eru meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga, en einnig eru félög á Ítalíu. Á þessum tímapunkti er ljóst að þau þurfa að borga klásúluna, en ekkert lið hefur gert það,” en klásúlan hljóðar upp á 35 milljónir evra.

Manchester United, Roma, AC Milan auk Liverpool eru sögð berjast um þenann 28 ára Kólumbíumann. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við spænska liðið.

„Sevilla er gott lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð svo það væri ekki hörmulegt að vera áfram. Carlos hefur einnig völ á að fara tli Kína eða Arabísku Furstadæmana til þess að græða pening, en það er ekki það sem hann er að leita að.”

„Við erum að leitast eftir þremur boltum. Númer eitt er að fjölskyldan, en hann er með konu og barn og reynsla hans í Belgíu var ekki góð. Númer tvö er að finna lið með viðeigandi verkefni.”

„Áður en hann fór að spila í Suður-Ameríkukeppninni þá skrifuðum við niður lista með liðum sem passa inn í hans hugmyndir og Liverpool var á þeim lista. Þriðja spurningin er svo samningurinn. Hann er með góð laun í Sevilla, en við vitum hversu vel félög á Englandi geta borgað,” sagði Sergio að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×