Íslenski boltinn

Sjáðu magnaðan sprett Fanndísar og sigurmark Blika gegn Stjörnunni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís á fleygiferð.
Fanndís á fleygiferð. vísir/ernir
Breiðablik vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna í gær.

Sjá einnig: Blikar unnu toppslaginn.

Með sigrinum náði Breiðablik fjögurra stiga forystu á Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar en Blikastúlkur eru enn ósigraðar í deildini.

Stjarnan er hins vegar búin að tapa tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en liðið tapaði aðeins einum leik allt tímabilið í fyrra.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær. Það gerði Telma Hjaltalín Þrastardóttir fjórum mínútum fyrir hálfleik eftir magnaðan undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur.

Landsliðskonan fékk þá boltann á miðjum eigin vallarhelmingi, hljóp upp allan vinstri kantinn og sendi svo boltann fyrir á Telmu sem skoraði af stuttu færi.

Þetta var fimmta mark Telmu í deildinni í sumar en það má sjá á heimasíðu SportTV með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×