Erlent

Dýr ganga laus um götur höfuðborgar Georgíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Flóðhesturinn hefur verið fangaður.
Flóðhesturinn hefur verið fangaður. Vísir/EPA
Ljón, tígrisdýr, flóðhestur, birnir, úlfar og fleiri dýr gengu laus um götur Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, í nótt eftir að flóð eyðilagði búr þeirra. Íbúar voru beðnir um að halda sig innan dyra. Búið er að fanga einhver dýranna en ekki öll.

Minnst átta manns létu lífið í flóðunum og fjölmargir eru heimilislausir. Meðal þeirra látnu eru þrír starfsmenn dýragarðsins. Tíu er saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni.

BBC segir frá því að björgunarsveitir leiti nú í heimilum sem eru á kafi af íbúum sem sitji þar fastir. Tjónið í borginni er gífurlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×