Páll Matthíasson: Verkfallinu varð að ljúka Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 13:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira