42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2015 18:22 Á fimmta tug hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagði upp störfum í dag. Mikil ólga er meðal þeirra vegna lagasetningar á verkfall. „Við höfum fengið staðfest og skjalfest 42 uppsagnarbréf í dag. Það bætist við 21 uppsögn sem áður var komin frá geislafræðingum, og það kann að vera að fleiri séu á leiðinni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá íhugar fjöldi hjúkrunarfræðinga til viðbótar að segja upp störfum. „Ég mun skila inn uppsögn. Ég er alveg ákveðin í því,“ segir Hrönn Hreiðarsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur. Mikil ólga er meðal hjúkrunarfræðinga vegna lagasetningar á verkfall þeirra og voru margir hugsi í dag. „Maður finnur það að fólk er reitt,“ segir Vigdís Árnadóttir skurðhjúkrunarfræðingur. Páll segir það mikið áhyggjuefni ef allar uppsagnirnar koma til með að standa. „Það er náttúrulega bara nokkuð sem ég vil ekki hugsa um,“ segir Páll. „Við megum engan mann missa og ég held að við eigum ekki að ganga út frá því að allt þetta frábæra starfsfólk hætti, heldur að ganga út frá því að fundin verði lausn og sátt. Þannig að allt okkar góða starfsfólk geti áfram unnið að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lektor við lagadeild háskóla Íslands segir rökrétt af BHM að höfða málið. 14. júní 2015 21:00 Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu Spítalinn þarf aukafjárveitingu til að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. 15. júní 2015 17:24 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Á fimmta tug hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagði upp störfum í dag. Mikil ólga er meðal þeirra vegna lagasetningar á verkfall. „Við höfum fengið staðfest og skjalfest 42 uppsagnarbréf í dag. Það bætist við 21 uppsögn sem áður var komin frá geislafræðingum, og það kann að vera að fleiri séu á leiðinni,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá íhugar fjöldi hjúkrunarfræðinga til viðbótar að segja upp störfum. „Ég mun skila inn uppsögn. Ég er alveg ákveðin í því,“ segir Hrönn Hreiðarsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur. Mikil ólga er meðal hjúkrunarfræðinga vegna lagasetningar á verkfall þeirra og voru margir hugsi í dag. „Maður finnur það að fólk er reitt,“ segir Vigdís Árnadóttir skurðhjúkrunarfræðingur. Páll segir það mikið áhyggjuefni ef allar uppsagnirnar koma til með að standa. „Það er náttúrulega bara nokkuð sem ég vil ekki hugsa um,“ segir Páll. „Við megum engan mann missa og ég held að við eigum ekki að ganga út frá því að allt þetta frábæra starfsfólk hætti, heldur að ganga út frá því að fundin verði lausn og sátt. Þannig að allt okkar góða starfsfólk geti áfram unnið að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lektor við lagadeild háskóla Íslands segir rökrétt af BHM að höfða málið. 14. júní 2015 21:00 Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu Spítalinn þarf aukafjárveitingu til að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. 15. júní 2015 17:24 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lektor við lagadeild háskóla Íslands segir rökrétt af BHM að höfða málið. 14. júní 2015 21:00
Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51
900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu Spítalinn þarf aukafjárveitingu til að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. 15. júní 2015 17:24