Fótbolti

Pique gaf vini sínum Berlínar-netið í brúðkaupsgjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Pique klippir hér netið.
Gerard Pique klippir hér netið. Vísir/Getty
Margir hristu eflaust hausinn yfir því þegar Barcelona-maðurinn Gerard Pique dundaði sér við að klippa allt netið úr öðru markinu eftir sigur Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum.

Það er venja fyrir því í Evrópu að klippa netið út körfunum þegar titill er í höfn en það hefur ekki sést áður að leikmenn klippi netið úr fótboltamarki.

Hvað ætlaði maðurinn eiginlega að gera með netið? Nú er hinsvegar svarið komið en spænska blaðið El Mundo Deportivo hefur fundið út ástæður þess að Gerard Pique tók fram skærin á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Gerard Pique hafði hinsvegar æskuvin sinn í huga þegar hann tók með sér netið sem er náttúrulega mjög fyrirferðarmikið.

Pique komst nefnilega ekki í brúðkaup æskuvinar síns þar sem að hann var upptekinn með spænska landsliðinu í leik á móti Hvít-Rússum.

Gerard Pique reyndi að bæta upp fyrir "skrópið" með því að gefa þessum vini sínum netið. Heimildir spænska blaðsins herma síðan að brúðguminn hafi klippt netið niður í smærri hluta og að allir gestirnir hafi fengið að taka með sér bút heim.

Hér fyrir neðan má sjá Gerard Pique leika sér með skærin á meðan restin af Barcelona-liðinu var að fagna sigrinum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×