Aldrei fleiri á vergangi Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 13:15 Fjöldi flóttamanna frá Afganistan á grísku eyjunni Lesbos. Vísir/AFP Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira