Pólski töffarinn Joanna Jedrzejczyk Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski MMA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski
MMA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira