Erlent

Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. visir/epa
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag, en þá koma leiðtogar Evrópusambandsríkja saman til neyðarfundar vegna stöðunnar sem upp er komin í Grikklandi.

Merkel segir að takist samningar ekki þá muni ESB ekki geta tekið neina ákvörðun á fundinum. Samningarnir snúa að efnahagsumbótum í Grikklandi sem eiga meðal annars að fela í sér skattahækkanir.

Grikkir hafa innan við tvær til þess að ná samningum ellegar munu þeir ekki ná að standa í skilum á 1,6 milljarða evra láni sem þeir þurfa að borga til baka til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Miklar fjárhæðir hafa verið teknar út úr grískum bönkum í vikunni og í dag samþykkti Evrópski seðlabankinn meiri neyðaraðstoð til handa grískum bönkum. Hversu mikið seðlabankinn mun leggja til hefur ekki verið gefið upp.

Nái Grikkland ekki samkomulagi um að borga lánið til baka bendir allt til þess að ríkissjóður landsins fari í gjaldþrot. Landið þyrfti þá að öllum líkindum bæði að hætta í evrusamstarfinu og ESB.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn varar við gjaldþroti

Seðlabanki Grikklands hefur í fyrsta sinn varað við mögulegu gjaldþroti ríkissjóðs. Fátt virðist benda til þess að samkomulag náist um björgunarpakka fyrir ríkið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir forsætisráðherrann greina fólki sínu rangt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×