Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2015 13:31 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögregluna hafa reynslu af álíka aðgerð og var beitt var gegn systrunum Malín Brand og Hlín Einarsdóttur en sú aðgerð á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu frá árinu 2013. Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01