Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2015 13:31 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði lögregluna hafa reynslu af álíka aðgerð og var beitt var gegn systrunum Malín Brand og Hlín Einarsdóttur en sú aðgerð á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu frá árinu 2013. Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Lögregluaðgerðin sem leiddi til handtöku systranna Malín Brand og Hlín Einarsdóttur á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu sem kom upp árið 2013. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hafa systurnar, þær Malín og Hlín, játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar þær reyndu að kúga út úr honum fé.Systurnar voru handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði.Vísir/Maps.isÍ tilkynningu lögreglu til fjölmiðla vegna málsins kom fram að systurnar hafi tilgreint í bréfinu að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði en þar voru þær handteknar síðastliðinn föstudag. Ljóst er að um umfangsmikla lögregluaðgerð var að ræða en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag undirbúning lögreglu hafa hafist um leið og tilkynning barst til hennar um málið. Hann sagði svipað mál áður hafa komið inn á borð til lögreglu og er það Nóa Siríusar-málið svokallaða. Málið átti sér stað í janúar árið 2013 en þá barst umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríus. Í umslaginu var bréf og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. Bréfið innihélt hótun þess efnis að ef Nói Síríus hf. greiddi mönnum ekki tíu milljónir króna færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns en í einu þeirra gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla sat svo fyrir mönnum í Hamrahlíð eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar sem þeir töldu að innihéldi tíu milljónir króna í reiðufé.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana. 4. september 2013 00:01