Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. júní 2015 17:08 Ætluðu að gera gögn um tengsl Sigmundar við lán MP banka til Pressunnar ljós. Vísir Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira