Forstjóri ÁTVR áhyggjufullur: „Mörgum líður ekki vel“ ingvar haraldsson skrifar 4. júní 2015 10:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að sér hafi liðið eins og þriðja flokks borgara vegna umræðunnar um stofnunina í vetur. vísir/gva „Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar. Alþingi Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar.
Alþingi Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira