Innlent

Ríkisstjórnin bæti kjör aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/pjetur
Stéttarfélagið Framsýn skorar á ríkisstjórnina að tryggja að aldraðir, öryrkjar og atvinnuleitendur njóti jafnréttis og hópunum verði tryggðar sömu kjaraleiðréttingar og öðrum hópum samfélagsins. Áskorunin var samþykkt á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins í gær og fylgir í kjölfar þess að samningar hafa verið lagðir fram á almennum vinnumarkaði.

Framsýn telur jafnframt eðlilegt að kjör aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda taki auk þess mið af viðurkenndum framfærsluviðmiðum. Ljóst sé að boðaðar skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar komi þeim hópum sem minnst hafa ekki til góða en í þeim hópi séu tugir þúsunda manna sem í engu hafa notið umtalaðs launaskriðs og vaxandi kaupmáttar.

Að mati Framsýnar eru það mikil vonbrigði að ekki hafi verið fallist á kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að bætur almannatrygginga og atvinnyleysisbætur hækki í samræmi við hækkun lægstu launa. Fullkomin óvissa ríki um hvort og hvernig bæturnar muni hækka.


Tengdar fréttir

Vöffluveisla hjá VR

Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×