Kristján Þór bætti vallarmetið eftir ótrúlegan hring | Ísland í öruggri forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 15:12 Kristján Þór Einarsson slær hér á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Vísir/Stefán Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira