Nordsjælland mistókst að tryggja sér fimmta sætið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 15:58 Ólafur Kristjánsson þjálfar Nordsjælland. vísir/getty Lokaumferðin í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í dag þar sem fjölmargir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni. Þrír Íslendingar voru í sigurliði. Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarson spiluðu allan leikinn í 1-0 tapi Nordsjælland gegn AaB. Guðjón Baldvinsson kom inná sem varamaður þegar sjö mínútur voru eftir. Með tapinu mistókst Nordsjælland að tryggja sér fimmta sætið í deildinni, en þeir enda í sjötta sætinu á fyrsta tímabili Ólafs Kristjánssonar með liðið. Rúrik Gíslason spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir FCK þegar liðið vann 1-0 sigur á Hobro í dag. FCK hafði fyrir leikinn tryggt sér annað sæti deildarinnar. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar, en hann er á leið til Nurnberg samkvæmt heimildum danska og þýska vefmiðla í dag. Björn Bergmann Sigurðarson spilaði allan leikinn, en hann er einnig að yfirgefa liðið. Hann var á láni frá Wolves. Baldur Sigurðsson var í eldlínunni með SönderjyskE sem tapaði 2-1 gegn Midtjylland á útivelli. Baldur spilaði allan leikinn, en SönderjyskE endar í tíunda sæti; fjórum stigum frá fallsæti. Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson voru í byrjunarliði OB sem tapaði 0-2 gegn Randers á útivelli. Ari Freyr fór af velli mínútu fyrir hlé, en OB endar í níunda sætinu. Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahóp Randers og Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekknum, en Randers endar í fjórða sæti deildarinnar. Ögmundur yfirgefur nú Randers og heldur til Svíþjóðar þar sem hann leikur með Hammarby á næstu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson nældi sér í gult spjald í 3-1 sigri Vestsjælland á Silkeborg. Bæði þessi lið falla niður um deild, en óvíst er hvort Eggert Gunnþór leiti á ný mið.Úrslitin úr öllum leikjum dagsins: AaB - FC Nordsjælland 1-0 Bröndby IF - Esbjerg 0-1 FCK - Hobro 1-0 Midtjylland - SönderjyskE 2-1 FC Vestsjælland - Silkeborg 3-1 OB - Randers 0-2 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Lokaumferðin í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í dag þar sem fjölmargir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni. Þrír Íslendingar voru í sigurliði. Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarson spiluðu allan leikinn í 1-0 tapi Nordsjælland gegn AaB. Guðjón Baldvinsson kom inná sem varamaður þegar sjö mínútur voru eftir. Með tapinu mistókst Nordsjælland að tryggja sér fimmta sætið í deildinni, en þeir enda í sjötta sætinu á fyrsta tímabili Ólafs Kristjánssonar með liðið. Rúrik Gíslason spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir FCK þegar liðið vann 1-0 sigur á Hobro í dag. FCK hafði fyrir leikinn tryggt sér annað sæti deildarinnar. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar, en hann er á leið til Nurnberg samkvæmt heimildum danska og þýska vefmiðla í dag. Björn Bergmann Sigurðarson spilaði allan leikinn, en hann er einnig að yfirgefa liðið. Hann var á láni frá Wolves. Baldur Sigurðsson var í eldlínunni með SönderjyskE sem tapaði 2-1 gegn Midtjylland á útivelli. Baldur spilaði allan leikinn, en SönderjyskE endar í tíunda sæti; fjórum stigum frá fallsæti. Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson voru í byrjunarliði OB sem tapaði 0-2 gegn Randers á útivelli. Ari Freyr fór af velli mínútu fyrir hlé, en OB endar í níunda sætinu. Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahóp Randers og Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekknum, en Randers endar í fjórða sæti deildarinnar. Ögmundur yfirgefur nú Randers og heldur til Svíþjóðar þar sem hann leikur með Hammarby á næstu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson nældi sér í gult spjald í 3-1 sigri Vestsjælland á Silkeborg. Bæði þessi lið falla niður um deild, en óvíst er hvort Eggert Gunnþór leiti á ný mið.Úrslitin úr öllum leikjum dagsins: AaB - FC Nordsjælland 1-0 Bröndby IF - Esbjerg 0-1 FCK - Hobro 1-0 Midtjylland - SönderjyskE 2-1 FC Vestsjælland - Silkeborg 3-1 OB - Randers 0-2
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira