Innlent

Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta

Birgir Olgeirsson skrifar
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir
„Það er alveg ljóst að þetta er ekki þessi stöðugleikaskattur sjálfur eða það. Þetta er svona undanfari,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd, í samtali við Vísi um frumvarp sem nefndin var með til umfjöllunar fyrr í dag og verður kynnt fyrir Alþingi í kvöld.

Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, staðfesti við vef Morgunblaðsins fyrr í kvöld að frumvarpinu sé ætlað að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. Sagði Árni Páll að markmið þess sé að minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta.

Formaður nefndarinnar, Frosti Sigurjónsson, sagði við RÚV fyrr í kvöld að ekki væri um að ræða frumvarp um stöðugleikaskatt heldur frumvarp um breytingar á höftunum sem miðast að því að fyrirbyggja sniðgöngu.

Þingfundur hefst klukkan 22:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×