Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 14:11 Rúnar á æfingunni í morgun. vísir/valli „Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50