Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu nýr ríkisstjóri Odessa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikheil Saakashvili leiddi Georgíu í stríði við Rússa árið 2008. Hér er hann ásamt forseta Úkraínu.
Mikheil Saakashvili leiddi Georgíu í stríði við Rússa árið 2008. Hér er hann ásamt forseta Úkraínu. Vísir/AFP
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur skipað Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu, sem nýjan ríkisstjóra í Odessa.  Saakashvili leiddi Georgíu í stríði gegn Rússum árið 2008 vegna héraðanna Suður-Ossetíu og Abkasíu.

Poroshenko sagði nýverið í viðtali við BBC að löndin tvö væru í stríði. Skipunin er ekki talin til þess fallin að bæta samskipti Úkraínu og Rússa en Saakashvili er sagður þyrnir í augum Vladimir Putin, forseta Rússlands, eftir stríðið í Georgíu.

Saakashvili hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi Poroshenko en honum var veittur ríkisborgararéttur í Úkraínu svo hann gæti tekið við sem ríkisstjóri í Odessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×