Blíðviðri á fyrsta keppnisdegi Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 12:30 Mynd/Golfsamband Íslands Golftímabilið hófst formlega í morgun þegar fyrsta höggið var slegið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum. Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun. Hér fyrir ofan má sjá myndir frá keppninni í morgun en myndirnar koma frá Golfsambandi Íslands. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Fyrsta mótið á áskorendamótaröðinni hefst á Kálfatjarnarvelli á laugardaginn hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golftímabilið hófst formlega í morgun þegar fyrsta höggið var slegið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum. Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun. Hér fyrir ofan má sjá myndir frá keppninni í morgun en myndirnar koma frá Golfsambandi Íslands. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Fyrsta mótið á áskorendamótaröðinni hefst á Kálfatjarnarvelli á laugardaginn hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira