Stelpur fá fría golfkennslu á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Vísir/Daníel Golfsamband Íslands vinnur markvisst af því að auka áhuga ungra kvenna á golfíþróttinni og verkefnið Stelpugolf er liður í því en það fer nú fram annað árið í röð. Nemar Golfkennaraskóla PGA héldu Stelpugolf fyrst í fyrra og það fer nú aftur fram næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan tíu og eitt á svæði GKG við Vífilsstaði. Ef marka má þátttökuna í fyrra þá er mikil eftirspurn er eftir degi sem þessum á meðal kvenkylfinga. Í fyrra komu hátt í 500 konur og sóttu sér kennslu. Útskriftanemar Golfkennaraskólans ætla nú að halda uppteknum hætti og halda verkefninu gangandi. Stelpugolf er því komið til að vera. „Golfsamband Íslands hvetur stelpur á öllum aldri að líta við á Vífilsstaðavelli og nota þetta tækifæri til að bæta tæknina undir traustri leiðsögn golfkennara og jafnframt að bjóða vinkonum, dætrum eða mæðrum sem ekki eru í golfklúbb með sér á Stelpugolf 2015," segir í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. Hulda Birna Baldursdóttir, PGA kennari í golfi kom í Akraborgina og sagði Hirti Hjartarsyni frá átakinu Stelpugolf sem miðar að því að fjölga konum í golfi. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan en Hulda Birna segir þar meðal annars að stelpur frá fjögurra til hundrað ára geti fengið kennslu og aldurinn sé því enginn fyrirstaða. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfsamband Íslands vinnur markvisst af því að auka áhuga ungra kvenna á golfíþróttinni og verkefnið Stelpugolf er liður í því en það fer nú fram annað árið í röð. Nemar Golfkennaraskóla PGA héldu Stelpugolf fyrst í fyrra og það fer nú aftur fram næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, milli klukkan tíu og eitt á svæði GKG við Vífilsstaði. Ef marka má þátttökuna í fyrra þá er mikil eftirspurn er eftir degi sem þessum á meðal kvenkylfinga. Í fyrra komu hátt í 500 konur og sóttu sér kennslu. Útskriftanemar Golfkennaraskólans ætla nú að halda uppteknum hætti og halda verkefninu gangandi. Stelpugolf er því komið til að vera. „Golfsamband Íslands hvetur stelpur á öllum aldri að líta við á Vífilsstaðavelli og nota þetta tækifæri til að bæta tæknina undir traustri leiðsögn golfkennara og jafnframt að bjóða vinkonum, dætrum eða mæðrum sem ekki eru í golfklúbb með sér á Stelpugolf 2015," segir í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. Hulda Birna Baldursdóttir, PGA kennari í golfi kom í Akraborgina og sagði Hirti Hjartarsyni frá átakinu Stelpugolf sem miðar að því að fjölga konum í golfi. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan en Hulda Birna segir þar meðal annars að stelpur frá fjögurra til hundrað ára geti fengið kennslu og aldurinn sé því enginn fyrirstaða.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira