Vonar að meirihluta atvinnuveganefndar snúist hugur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller. Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í atvinnuveganefnd vonast til að hægt verði að ná sátt um virkjanakosti sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi undanfarinn hálfan mánuð. Vonandi takist að setja málin í nýtt ferli sem allir geti sætt sig við, en annars verði málið stöðvað með endalausum umræðum. Það minnkaði aðeins herpingurinn í umræðunni á Alþingi um miðjan dag í gær, eftir að forseti þingsins tilkynnti að starfsáætlun þess væri ekki lengur í gildi og ekki væri vitað hvenær þingstörfum sem átti að ljúka á föstudag í næstu viku lyki. Ólíkt lagafrumvörpum sem fara í gegnum þrjár umræður fara þingsályktunartillögur eingöngu í gegnum tvær. Eftir mjög harðar seinni umræður um virkjanamálin á Alþinginundanfarnar tvær vikur, tókst stjórnarandstöðunni að fá það í gegn að atvinnuveganefnd tekur virkjanamálin fyrir á fundi næst komandi þriðjudag. Það var Kristján L. Möller sem lagði þetta til við formann nefndarinnar sem varð við ósk hans.Breytir það einhverju um feril málsins eins og hann var orðinn?„Nú veit ég það auðvitað ekki. En það er nauðsynlegt að fá verkefnastjórnina og ræða við hana á fundi atvinnuveganefndar. Sá fundur gat ekki orðið fyrr en á þriðjudagsmorgun en það er allt í lagi,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé að spyrja verkefnastjórn rammáætlunar um nýtingu og friðun náttúruauðlinda nokkurra veigamikilla spurninga og kanna hvort ekki sé hægt að finna sáttarflöt í málinu sem allir geti unað við.Ertu að vonast til þess að meirihlutanum í nefndinni snúist hugur og jafnvel dragi þessa breytingartillögu til baka? „Ég held að það sé einn liðurinn. Það geti verið ein tillagan. Þá er bara spurning í hvaða feril þetta verður sett eftir það. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er ferill frá verkefnisstjórn eftir beiðni frá þáverandi umhverfisráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni fljótlega eftir að hann tók við. Verkefnastjórnin treysti sér ekki þá til að skila af sér nema bara Hvammsvirkjun,“ segir Kristján. Og um þann virkjanakost virðist ríkja almenn sátt á Alþingi. Stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hins vegar hafa farið á svig við rammaáætlun þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafi verið teknar úr nýtingarflokki og settar í biðflokk. Kristján segir það hafa verið gert eftir alvarlegar athugasemdir sérfræðinga m.a. vegna vilts laxastofns í ánni. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún muni ræða þetta mál þar til breytingatillagan verði tekin til baka.Ef ekkert breytist í málinu að hálfu meirihlutans, mun stjórnarandstaðan þá standa við að það að ræða málið út í hið óendanlega?„Það er ég viss um og óttast. Þess vegna er það líka hluti að því að við verðum að leita allra leiða hvort er ekki hægt að finna sátt í þessu máli. Við höfum áður gert það eftir miklar og harðar deilur og ég held að við verðum að gera það í þessu máli eins og öllum öðrum,“ segir Kristján. L Möller.
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira