Sport

Aníta í fimmta sæti á sterku móti í Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta hleypur og hleypur.
Aníta hleypur og hleypur. vísir/valli
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, lenti í fimmta sæti á alþjóðlegu móti í Belgíu í 800 metra hlaupi, en þetta er í fyrsta skipti sem Aníta hleypur utanhúss á þessu ári.

Alison Leonard frá Bretlandi varð fyrst, en hún hljóp á 2:055,50. Aníta hljóp á 2:01,50, en Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, greinir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni.

Mótið er mjög sterkt og stórt, en lágmarkið inn á HM í Beijing er 2:01,00 svo Aníta er skammt undan.

Sjá einnig: Þráinn Hafsteinsson talar um komandi vikur í frjálsum íþróttum

Hlaupadrottningin hleypur svo 1000 metra hlaup í Hengelo á morgun, en það er ekki algeng keppnisgrein. Við og við er þó keppt í þeirri grein.

 

Aníta keppir á Smáþjóðaleikunum í sumar, en hún keppir einnig í síðasta skipti á Evrópumóti unglinga undir nítján ára aldri. Þar á Aníta titil að verja, en hún varð þar meistari fyrir tveimur árum.


Tengdar fréttir

Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp

Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×