Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2015 22:00 Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira