Mary Ellen Mark fallin frá: Einn mesti ljósmyndari sögunnar og alvöru Íslandsvinur Bjarki Ármannsson skrifar 27. maí 2015 11:00 Steinunn Sigurðardóttir og Ragnar Axelsson minnast Mary Ellen, sem hafði mikil áhrif hér á landi. Vísir Bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark féll frá á mánudag, 75 ára að aldri. Mary Ellen var í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu og voru myndir hennar meðal annars birtar í tímaritum á borð við Life, Vanity Fair og New Yorker. Hún gaf út sautján ljósmyndabækur og hélt sýningar víða um heim. Mary Ellen var sannkallaður Íslandsvinur og heimsótti Ísland reglulega á undanförnum árum. Hún er ekki síst þekkt hérlendis fyrir ljósmyndasýninguna Undrabörn sem sett var upp í Þjóðminjasafninu árið 2007 og kvikmyndina Alexander sem maður hennar, Martin Bell, gerði um Alexander Viðar Pálsson, son Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Vísir/Anton„Náði alltaf því fallegasta“ „Hún var náttúrulega algjörlega einstök,“ segir Steinunn um Mary Ellen. Þær tvær kynntust þegar Mary Ellen tók myndir af fötluðum börnum í Öskjuhlíðarskóla árið 2005 og Alexander, sonur Steinunnar, var þeirra á meðal. „Svo kynnist ég henni og þá byrjar umræðan um Öskjuhlíðarskóla. Oh, my son is there. Really? I was shooting a boy there. Which one? Alexander,“ útskýrir Steinunn hlæjandi. „Þetta var nú bara svona, falleg saga og algjör tilviljun.“ Steinunn segir þau Mary Ellen og Martin hafa opnað margar dyr fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra með verkum sínum. Missirinn fyrir ljósmyndaheiminn sé mikill, ekki síst vegna þess hversu mikilvægt það hafi verið að hafa svona stóran listamann sem beini augum sínum að málefnum fatlaðra barna.Hér má sjá samantekt Guardian á nokkrum þekktustu ljósmyndum Mary Ellen „Ég fékk þann einstaka heiður að fara til New York og biðja hana um að gera Undrabörn fyrir Þjóðminjasafnið,“ segir Steinunn. „Þegar það kom að þessum málaflokki, þá klifruðu þau hjónin marga veggi.“ Steinunn lýsir Mary Ellen sem skemmtilegum sérvitringi og einstakri í klæðaburði. Hún segir að maður hafi ekki unnið með Mary Ellen, einungis lært af henni. „Mér fannst svo fallegt hvernig hún tók myndir,“ segir Steinunn. „Hún náði alltaf því fallegasta út úr fólki sem hún var að mynda.“Ragnar Axelsson ljósmyndari.Vísir/GVA„Alvöru prímadonna“ Ragnar Axelsson ljósmyndari, einnig þekktur sem Raxi, segir fráfall Mary Ellen mjög sorglegt og líkir því við áfallið sem hann fékk þegar John Lennon var skotinn. Ragnar, ásamt Páli Stefánssyni og Einari Fali Ingólfssyni, fór ungur út til Bandaríkjanna að læra hjá Mary Ellen. „Þetta er einhver allra mesti ljósmyndari sem hefur gengið á jörðinni, alveg ótrúleg manneskja,“ segir Ragnar. „Hún hafði svo mikla ástríðu fyrir því sem hún var að gera. Hún var 75 ára og við sem vorum töluvert yngri, við áttum ekki roð í þessa manneskju.“ Mary Ellen og ungu Íslendingarnir urðu góðir vinir og Ragnar segir að hún hafi haft gaman að íslensku kæruleysi og léttleika. „Hún var alvöru Íslandsvinur, hélt hér námskeið og maðurinn hennar með kvikmyndanámskeið,“ segir Ragnar. „Þau komu oft hingað bara í frí, höfðu gaman af því að vera með okkur vitleysingunum.“ Óhætt er að segja að Mary Ellen hafi haft mikil áhrif á íslenska ljósmyndun, bæði með því að halda hér námskeið og með því að hafa kennt þessum þremur af þekktustu ljósmyndurum landsins. Ragnar segir að þeir hafi allir lært mikið af henni, ekki síst af því hversu einbeitt hún hafi verið í öllu sem hún gerði. „Hún var svona pínu prímadonna, sem var skemmtilegt því að hún var alvöru prímadonna,“ segir Ragnar léttur. „Þetta er ekki eins og í dag, í dag er einhver frægur fyrir stóran rass en hefur ekki gert nokkuð skapaðan hlut. Hún skilur eftir sig alvöru hluti.“ Menning Tengdar fréttir Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn í Þjóðminjasafninu milli 15 og 16 í dag. Samnefnd sýning með ljósmyndunum sem hún hefur tekið af fötluðum börnum á Íslandi var opnuð í Þjóðminjasafninu um helgina. 11. september 2007 11:32 Ég vil snerta við fólki Í dag verður sýningin Undrabörn/Extraordinary Child með myndum hins heimsþekkta bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark opnuð í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndirnar sýna veruleika fatlaðra barna á Íslandi í dag. 9. september 2007 06:00 Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007 liggja fyrir Greint var frá því í kvöld hvaða fimm skáldverk og fimm fræðirit eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 5. desember 2007 19:50 Undrabörn fá nýjan skóla Nýr skóli fyrir börn með fötlun mun rísa innan skamms. Skólinn mun sameina starfsemi Öskuhlíðarskóla og Safamýraskóla þar sem þeir þykja ekki lengur uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skóla sem annast menntun fatlaðra barna. 8. september 2007 05:45 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark féll frá á mánudag, 75 ára að aldri. Mary Ellen var í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu og voru myndir hennar meðal annars birtar í tímaritum á borð við Life, Vanity Fair og New Yorker. Hún gaf út sautján ljósmyndabækur og hélt sýningar víða um heim. Mary Ellen var sannkallaður Íslandsvinur og heimsótti Ísland reglulega á undanförnum árum. Hún er ekki síst þekkt hérlendis fyrir ljósmyndasýninguna Undrabörn sem sett var upp í Þjóðminjasafninu árið 2007 og kvikmyndina Alexander sem maður hennar, Martin Bell, gerði um Alexander Viðar Pálsson, son Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Vísir/Anton„Náði alltaf því fallegasta“ „Hún var náttúrulega algjörlega einstök,“ segir Steinunn um Mary Ellen. Þær tvær kynntust þegar Mary Ellen tók myndir af fötluðum börnum í Öskjuhlíðarskóla árið 2005 og Alexander, sonur Steinunnar, var þeirra á meðal. „Svo kynnist ég henni og þá byrjar umræðan um Öskjuhlíðarskóla. Oh, my son is there. Really? I was shooting a boy there. Which one? Alexander,“ útskýrir Steinunn hlæjandi. „Þetta var nú bara svona, falleg saga og algjör tilviljun.“ Steinunn segir þau Mary Ellen og Martin hafa opnað margar dyr fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra með verkum sínum. Missirinn fyrir ljósmyndaheiminn sé mikill, ekki síst vegna þess hversu mikilvægt það hafi verið að hafa svona stóran listamann sem beini augum sínum að málefnum fatlaðra barna.Hér má sjá samantekt Guardian á nokkrum þekktustu ljósmyndum Mary Ellen „Ég fékk þann einstaka heiður að fara til New York og biðja hana um að gera Undrabörn fyrir Þjóðminjasafnið,“ segir Steinunn. „Þegar það kom að þessum málaflokki, þá klifruðu þau hjónin marga veggi.“ Steinunn lýsir Mary Ellen sem skemmtilegum sérvitringi og einstakri í klæðaburði. Hún segir að maður hafi ekki unnið með Mary Ellen, einungis lært af henni. „Mér fannst svo fallegt hvernig hún tók myndir,“ segir Steinunn. „Hún náði alltaf því fallegasta út úr fólki sem hún var að mynda.“Ragnar Axelsson ljósmyndari.Vísir/GVA„Alvöru prímadonna“ Ragnar Axelsson ljósmyndari, einnig þekktur sem Raxi, segir fráfall Mary Ellen mjög sorglegt og líkir því við áfallið sem hann fékk þegar John Lennon var skotinn. Ragnar, ásamt Páli Stefánssyni og Einari Fali Ingólfssyni, fór ungur út til Bandaríkjanna að læra hjá Mary Ellen. „Þetta er einhver allra mesti ljósmyndari sem hefur gengið á jörðinni, alveg ótrúleg manneskja,“ segir Ragnar. „Hún hafði svo mikla ástríðu fyrir því sem hún var að gera. Hún var 75 ára og við sem vorum töluvert yngri, við áttum ekki roð í þessa manneskju.“ Mary Ellen og ungu Íslendingarnir urðu góðir vinir og Ragnar segir að hún hafi haft gaman að íslensku kæruleysi og léttleika. „Hún var alvöru Íslandsvinur, hélt hér námskeið og maðurinn hennar með kvikmyndanámskeið,“ segir Ragnar. „Þau komu oft hingað bara í frí, höfðu gaman af því að vera með okkur vitleysingunum.“ Óhætt er að segja að Mary Ellen hafi haft mikil áhrif á íslenska ljósmyndun, bæði með því að halda hér námskeið og með því að hafa kennt þessum þremur af þekktustu ljósmyndurum landsins. Ragnar segir að þeir hafi allir lært mikið af henni, ekki síst af því hversu einbeitt hún hafi verið í öllu sem hún gerði. „Hún var svona pínu prímadonna, sem var skemmtilegt því að hún var alvöru prímadonna,“ segir Ragnar léttur. „Þetta er ekki eins og í dag, í dag er einhver frægur fyrir stóran rass en hefur ekki gert nokkuð skapaðan hlut. Hún skilur eftir sig alvöru hluti.“
Menning Tengdar fréttir Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn í Þjóðminjasafninu milli 15 og 16 í dag. Samnefnd sýning með ljósmyndunum sem hún hefur tekið af fötluðum börnum á Íslandi var opnuð í Þjóðminjasafninu um helgina. 11. september 2007 11:32 Ég vil snerta við fólki Í dag verður sýningin Undrabörn/Extraordinary Child með myndum hins heimsþekkta bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark opnuð í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndirnar sýna veruleika fatlaðra barna á Íslandi í dag. 9. september 2007 06:00 Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007 liggja fyrir Greint var frá því í kvöld hvaða fimm skáldverk og fimm fræðirit eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 5. desember 2007 19:50 Undrabörn fá nýjan skóla Nýr skóli fyrir börn með fötlun mun rísa innan skamms. Skólinn mun sameina starfsemi Öskuhlíðarskóla og Safamýraskóla þar sem þeir þykja ekki lengur uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skóla sem annast menntun fatlaðra barna. 8. september 2007 05:45 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn Mary Ellen Mark áritar ljósmyndabók sína Undrabörn í Þjóðminjasafninu milli 15 og 16 í dag. Samnefnd sýning með ljósmyndunum sem hún hefur tekið af fötluðum börnum á Íslandi var opnuð í Þjóðminjasafninu um helgina. 11. september 2007 11:32
Ég vil snerta við fólki Í dag verður sýningin Undrabörn/Extraordinary Child með myndum hins heimsþekkta bandaríska ljósmyndara Mary Ellen Mark opnuð í Þjóðminjasafninu. Ljósmyndirnar sýna veruleika fatlaðra barna á Íslandi í dag. 9. september 2007 06:00
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007 liggja fyrir Greint var frá því í kvöld hvaða fimm skáldverk og fimm fræðirit eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 5. desember 2007 19:50
Undrabörn fá nýjan skóla Nýr skóli fyrir börn með fötlun mun rísa innan skamms. Skólinn mun sameina starfsemi Öskuhlíðarskóla og Safamýraskóla þar sem þeir þykja ekki lengur uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skóla sem annast menntun fatlaðra barna. 8. september 2007 05:45