Fjármálaráðuneytið hafnar því að ráðuneytisstjóri hafi brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 13:24 Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. vísir/anton brink Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar. Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar.
Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10