Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Jóhann Óli Eiðsson á Fjölnisvelli skrifar 31. maí 2015 22:15 Aron Sigurðsson hefur farið mikinn í upphafi móts. vísir/vilhelm Fjölnir og ÍA höfðu ekki mæst í efstu deild síðan árið 2008 en síðast á Íslandsmóti árið 2011. Þá léku liðin í 1. deild. Í kvöld var sviðið Pepsi-deildin og leikið var í Grafarvogi í glampandi sól en kaldri golu. Bæði lið byrjuðu ágætlega en fyrsta markið var heimamanna. Það skoraði fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson er hann kom boltanum yfir marklínuna af stuttu færi. Sénsinn varð til upp úr hornspyrnu Ólafs Páls sem Emil Pálsson skallaði niður fyrir Bergsvein. Eftir markið héldu heimamenn áfram að pressa og þeir hefðu skorað fleiri mörk ef ekki hefði verið fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Árni var oft á réttum stað og varði skot Fjölnismanna en þurfti þó sjaldnast að hafa mikið fyrir því þar sem þau voru flest beint á hann. Gulklæddir Grafarvogsbúar fóru marki yfir í hálfleik og verður það að teljast verðskuldað. Gestirnir í varabúningunum höfðu ekki náð að skapa sér færi þrátt fyrir að leika boltanum oft skemmtilega á milli sín. Úrslitasendingarnar voru hins vegar ekki nægilega góðar auk þess sem alla greddu vantaði í fremsu vílínuna. Síðari hálfleikur fór líflega af stað. Heimamenn héldu áfram að skjóta að marki en yfirleitt voru skotin beint á Árna. Skagamenn fengu oft færi í kjölfar þess og voru hættulegir en það sama var upp á teningnum og í fyrri hálfleiknum, áræðnina skorti þegar á reyndi. Það sást einna best á því að ÍA fékk alls þrettán hornspyrnur, urmul af aukaspyrnum og löng innköst Jóns Vilhelms Ákasonar hefðu átt að skapa usla. Boltanir komu fyrir markið en yfirleitt vantaði mann til að taka á móti þeim og koma knettinum í áttina að marki. Þegar hvítklæddir náðu skoti að marki reyndist Þórður Ingason þeim erfiður. Allavega í þrígang sýndi hann frábær viðbrögð og varði stórkostlega frá sóknarmönnum ÍA. Óvíst er að Fjölnir hefði gengið af velli með stigin þrjú ef ekki hefði verið fyrir þátt Þórðar. Annar mark heimamanna var nokkuð skrautlegt. Varamaðurinn Ragnar Leósson átti langa sendingu sem virtist vera nokkuð hættulaus. Varnarmaður ÍA misreiknaði flugið á boltanum, hann skoppaði yfir hann og endaði hjá Þóri Guðjónssyni. Þórir tók boltann í fyrsta og átti stórglæsilega afgreiðslu yfir Árna í markinu. Fleiri reyndust mörkin ekki þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir beggja liða til að bæta við. Með sigrinum lyfta Fjölnismenn sér upp í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig. Liðið hefur byrjað tímabilið betur en menn áttu von á en gert var ráð fyrir að það myndi verma neðri hlutann. ÍA er á hinn bóginn komið niður í fallsæti eftir að Eyjamenn unnu Víking. Liðin eru jöfn að stigum en markatala eyjaskeggja er betri en Skagamanna. Ljóst er að liðið verður að finna áræðnina sem skorti í dag ef ekki á illa að fara. Næstu leikir liðanna í deildinni eru eftir viku. Fjölnir heimsækir Stjörnuna sem er að sleikja sárin eftir að hafa tapað í fyrsta sinn frá árinu 2013. ÍA fær appelsínugula Árbæinga í heimsókn upp á Skaga en í millitíðinni eigast liðin aftur við í bikarnum. Þar munu leikmenn ÍA eflaust gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hefna sín fyrir leikinn í dag.Ágúst Gylfason: Allir leikir eru sex stiga leikir „Þetta var flottur sigur. Strákanir skiluðu fínu framlagi, spiluðu ágætis bolta, héldu núllinu og settu tvö flott mörk,“ sagði sigurreifur Ágúst Gylfason í lok leiksins. „Að halda núllinu var númer eitt, tvö og þrjú. Þú tapar ekki leik þar sem þú heldur markinu hreinu. Síðan ætluðum við að skora eitt til tvö mörk. Við fengum slatta af færum sem við hefðum getað skorað úr en tvö dugðu í dag.“ Fyrir tímabilið var Fjölnismönnum spáð níunda sæti en ÍA var spáð tíunda eða ellefta sæti. Á pappírunum fyrir leikinn var þetta því stimplað sem fallbaráttuslagur. „Þetta var sex stiga leikur og það er alltaf gaman að vinna slíka leiki. Allir leikir eru eiginlega sex stiga leikir hjá okkur og við ætlum að halda áfram að safna stigum.“ „Eftir þennan sigur erum við nokkuð sáttir. Fyrir umferðina vorum við með átta stig en mér fannst við hafa átt skilið að vera með tólf. Ég held ég neyðist samt til að vera sáttur með þetta núna,“ segir Ágúst. Gríðargóð mæting var í Grafarvognum í kvöld en eitthvað vantaði upp á að áhorfendur létu í sér heyra. Í það minnsta skiluðu hrópin sér illa til blaðamanna. „Ég er ósammála, ég heyrði helling í þeim. Það voru trommur og fjör í stúkunni og það gefur leiknum lit. Mér fannst stemningin góð,“ sagði Ágúst og brosti móti sólu.Gulli Jóns: Sár að nýta ekki föstu leikatriðin „Við töpuðum tvö núll þannig það gekk ekki nógu vel,“ voru fyrstu viðbrögð Gunnlaugs Jónssonar eftir leikinn. Líkt og áður segir spiluðu Skagamenn ágætis knattspyrnu á köflum en úrslitasendingar og fyrirgjafir gengu ekki upp. „Við komum ágætlega inn í seinni og gerðum atlögu út hálfleikinn. Auðvitað fengu þeir sénsa líka en við áttum allan tímann að skora í dag og gera atlögu að jafntefli. Það verður líka að segjast að mörkin þeirra voru af ódýrari gerðinni, sér í lagi það síðara.“ ÍA fékk urmul af föstum leikatriðum og erfitt er að setja út á margar spyrnuarnar. Þær komu svífandi inn í teiginn en skagahaus skorti til að skalla knöttinn í netið. „Við áttum að nýta þær. Spyrnurnar voru í fínu lagi en við vorum ekki nógu grimmir inn í teignum. Ég er afar ósáttur með það hvað við nýttum föstu leikatriðin illa í kvöld.“ „Við stefnum að því að vinna næsta leik og ná í þrjú stig. Staðan núna er ekkert sérstök. Við ætluðum að vinna þennan leik og koma okkur í pakkann fyrir ofan okkur. En áður en að því kemur ætlum við að fá Fjölni í heimsókn í bikarnum og hefna fyrir þennan leik,“ sagði Gunnlaugur og var nánast strax kominn með blóðbragð í munninn.Bergsveinn Ólafs: Það heyrðist vel í Hnefanum „Þetta var sannkallaður seiglusigur. Við spiluðum ekki sérstakan fótbolta en við kláruðum leikinn, héldum hreinu og skoruðum tvö mörk,“ sagði fyrirliðinn og markaskorarinn Bergsveinn Ólafsson eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var að mestu leiti eign Fjölnis en í upphafi þess síðari mættu leikmenn ÍA grimmir til leiks og sköpuðu usla í vörn heimamanna. „Það var einhver dofi í mönnum og við vorum fastir í öðrum gír og náðum ekki að gíra okkur upp. Við ætluðum að vinna fleiri bolta og þá sér í lagi bolta númer tvö. Þeir hefðu auðveldlega getað refsað okkur en sem betur fer gerðist það ekki.“ Líkt og Ágúst þjálfari var Bergsveinn ósammála því að lítið hefði heyrst í stuðningsmönnum liðsins. „Þeir voru flottir í Hnefanum. Kannski var þeim eitthvað kalt núna en þeir hafa stutt okkur þvílíkt í sumar. Ég vona að það haldi áfram og fleiri fari að mæta. Ég vil sjá fleiri en þúsund manns í Grafarvognum í allt sumar,“ sagði skælbrosandi Bergsveinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fjölnir og ÍA höfðu ekki mæst í efstu deild síðan árið 2008 en síðast á Íslandsmóti árið 2011. Þá léku liðin í 1. deild. Í kvöld var sviðið Pepsi-deildin og leikið var í Grafarvogi í glampandi sól en kaldri golu. Bæði lið byrjuðu ágætlega en fyrsta markið var heimamanna. Það skoraði fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson er hann kom boltanum yfir marklínuna af stuttu færi. Sénsinn varð til upp úr hornspyrnu Ólafs Páls sem Emil Pálsson skallaði niður fyrir Bergsvein. Eftir markið héldu heimamenn áfram að pressa og þeir hefðu skorað fleiri mörk ef ekki hefði verið fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Árni var oft á réttum stað og varði skot Fjölnismanna en þurfti þó sjaldnast að hafa mikið fyrir því þar sem þau voru flest beint á hann. Gulklæddir Grafarvogsbúar fóru marki yfir í hálfleik og verður það að teljast verðskuldað. Gestirnir í varabúningunum höfðu ekki náð að skapa sér færi þrátt fyrir að leika boltanum oft skemmtilega á milli sín. Úrslitasendingarnar voru hins vegar ekki nægilega góðar auk þess sem alla greddu vantaði í fremsu vílínuna. Síðari hálfleikur fór líflega af stað. Heimamenn héldu áfram að skjóta að marki en yfirleitt voru skotin beint á Árna. Skagamenn fengu oft færi í kjölfar þess og voru hættulegir en það sama var upp á teningnum og í fyrri hálfleiknum, áræðnina skorti þegar á reyndi. Það sást einna best á því að ÍA fékk alls þrettán hornspyrnur, urmul af aukaspyrnum og löng innköst Jóns Vilhelms Ákasonar hefðu átt að skapa usla. Boltanir komu fyrir markið en yfirleitt vantaði mann til að taka á móti þeim og koma knettinum í áttina að marki. Þegar hvítklæddir náðu skoti að marki reyndist Þórður Ingason þeim erfiður. Allavega í þrígang sýndi hann frábær viðbrögð og varði stórkostlega frá sóknarmönnum ÍA. Óvíst er að Fjölnir hefði gengið af velli með stigin þrjú ef ekki hefði verið fyrir þátt Þórðar. Annar mark heimamanna var nokkuð skrautlegt. Varamaðurinn Ragnar Leósson átti langa sendingu sem virtist vera nokkuð hættulaus. Varnarmaður ÍA misreiknaði flugið á boltanum, hann skoppaði yfir hann og endaði hjá Þóri Guðjónssyni. Þórir tók boltann í fyrsta og átti stórglæsilega afgreiðslu yfir Árna í markinu. Fleiri reyndust mörkin ekki þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir beggja liða til að bæta við. Með sigrinum lyfta Fjölnismenn sér upp í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig. Liðið hefur byrjað tímabilið betur en menn áttu von á en gert var ráð fyrir að það myndi verma neðri hlutann. ÍA er á hinn bóginn komið niður í fallsæti eftir að Eyjamenn unnu Víking. Liðin eru jöfn að stigum en markatala eyjaskeggja er betri en Skagamanna. Ljóst er að liðið verður að finna áræðnina sem skorti í dag ef ekki á illa að fara. Næstu leikir liðanna í deildinni eru eftir viku. Fjölnir heimsækir Stjörnuna sem er að sleikja sárin eftir að hafa tapað í fyrsta sinn frá árinu 2013. ÍA fær appelsínugula Árbæinga í heimsókn upp á Skaga en í millitíðinni eigast liðin aftur við í bikarnum. Þar munu leikmenn ÍA eflaust gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hefna sín fyrir leikinn í dag.Ágúst Gylfason: Allir leikir eru sex stiga leikir „Þetta var flottur sigur. Strákanir skiluðu fínu framlagi, spiluðu ágætis bolta, héldu núllinu og settu tvö flott mörk,“ sagði sigurreifur Ágúst Gylfason í lok leiksins. „Að halda núllinu var númer eitt, tvö og þrjú. Þú tapar ekki leik þar sem þú heldur markinu hreinu. Síðan ætluðum við að skora eitt til tvö mörk. Við fengum slatta af færum sem við hefðum getað skorað úr en tvö dugðu í dag.“ Fyrir tímabilið var Fjölnismönnum spáð níunda sæti en ÍA var spáð tíunda eða ellefta sæti. Á pappírunum fyrir leikinn var þetta því stimplað sem fallbaráttuslagur. „Þetta var sex stiga leikur og það er alltaf gaman að vinna slíka leiki. Allir leikir eru eiginlega sex stiga leikir hjá okkur og við ætlum að halda áfram að safna stigum.“ „Eftir þennan sigur erum við nokkuð sáttir. Fyrir umferðina vorum við með átta stig en mér fannst við hafa átt skilið að vera með tólf. Ég held ég neyðist samt til að vera sáttur með þetta núna,“ segir Ágúst. Gríðargóð mæting var í Grafarvognum í kvöld en eitthvað vantaði upp á að áhorfendur létu í sér heyra. Í það minnsta skiluðu hrópin sér illa til blaðamanna. „Ég er ósammála, ég heyrði helling í þeim. Það voru trommur og fjör í stúkunni og það gefur leiknum lit. Mér fannst stemningin góð,“ sagði Ágúst og brosti móti sólu.Gulli Jóns: Sár að nýta ekki föstu leikatriðin „Við töpuðum tvö núll þannig það gekk ekki nógu vel,“ voru fyrstu viðbrögð Gunnlaugs Jónssonar eftir leikinn. Líkt og áður segir spiluðu Skagamenn ágætis knattspyrnu á köflum en úrslitasendingar og fyrirgjafir gengu ekki upp. „Við komum ágætlega inn í seinni og gerðum atlögu út hálfleikinn. Auðvitað fengu þeir sénsa líka en við áttum allan tímann að skora í dag og gera atlögu að jafntefli. Það verður líka að segjast að mörkin þeirra voru af ódýrari gerðinni, sér í lagi það síðara.“ ÍA fékk urmul af föstum leikatriðum og erfitt er að setja út á margar spyrnuarnar. Þær komu svífandi inn í teiginn en skagahaus skorti til að skalla knöttinn í netið. „Við áttum að nýta þær. Spyrnurnar voru í fínu lagi en við vorum ekki nógu grimmir inn í teignum. Ég er afar ósáttur með það hvað við nýttum föstu leikatriðin illa í kvöld.“ „Við stefnum að því að vinna næsta leik og ná í þrjú stig. Staðan núna er ekkert sérstök. Við ætluðum að vinna þennan leik og koma okkur í pakkann fyrir ofan okkur. En áður en að því kemur ætlum við að fá Fjölni í heimsókn í bikarnum og hefna fyrir þennan leik,“ sagði Gunnlaugur og var nánast strax kominn með blóðbragð í munninn.Bergsveinn Ólafs: Það heyrðist vel í Hnefanum „Þetta var sannkallaður seiglusigur. Við spiluðum ekki sérstakan fótbolta en við kláruðum leikinn, héldum hreinu og skoruðum tvö mörk,“ sagði fyrirliðinn og markaskorarinn Bergsveinn Ólafsson eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var að mestu leiti eign Fjölnis en í upphafi þess síðari mættu leikmenn ÍA grimmir til leiks og sköpuðu usla í vörn heimamanna. „Það var einhver dofi í mönnum og við vorum fastir í öðrum gír og náðum ekki að gíra okkur upp. Við ætluðum að vinna fleiri bolta og þá sér í lagi bolta númer tvö. Þeir hefðu auðveldlega getað refsað okkur en sem betur fer gerðist það ekki.“ Líkt og Ágúst þjálfari var Bergsveinn ósammála því að lítið hefði heyrst í stuðningsmönnum liðsins. „Þeir voru flottir í Hnefanum. Kannski var þeim eitthvað kalt núna en þeir hafa stutt okkur þvílíkt í sumar. Ég vona að það haldi áfram og fleiri fari að mæta. Ég vil sjá fleiri en þúsund manns í Grafarvognum í allt sumar,“ sagði skælbrosandi Bergsveinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira