Samið að bjargbrúninni að mati formanns SA Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2015 20:13 Frá samningaundirrituninni í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira