Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. maí 2015 18:46 Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“