Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 14:16 "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59