Íslenski boltinn

Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fanndísi Friðriksdóttur og stöllum hennar í Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum.
Fanndísi Friðriksdóttur og stöllum hennar í Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum. vísir/andri marinó
Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum.

Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna, en spáin var tilkynnt á kynningarfundi deildarinnar í dag.

Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum.

Það verður ekki annað sagt en þessi spá komi á óvart vegna árangurs Stjörnunnar undanfarin misseri.

Stjarnan vann Breiðablik mæti í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum og aftur, 4-1, í Meistarakeppni KSÍ í síðustu viku.

Aftureldingu er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar en hinum nýliðunum, KR, er spáð áttunda sæti.

Spáin fyrir Pepsi-deildina 2015:

1. Breiðablik 277 stig

2. Stjarnan 272 stig

3. Selfoss 213 stig

4. Þór/​KA 206 stig

5. Fylkir 160 stig

6. ÍBV 157 stig

7. Valur 154 stig

8. KR 97 stig

9. Þróttur 61 stig

10. Afturelding 53


Tengdar fréttir

Stelpurnar byrja innanhúss

Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss.

Íslandsmeistararnir bæta við sig

Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar hafa gengið frá samningum við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×