Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - ÍA 0-1 | Garðar hetja Skagamanna í Breiðholtinu Haraldur Hróðmarsson á Leiknisvelli skrifar 11. maí 2015 16:49 Markaskorarinn, Garðar Gunnlaugsson, með boltann í kvöld. vísir/ernir ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild fór fjörlega af stað. Mikil barátta og læti einkenndu leikinn frá fyrstu mínútu þar sem liðin skiptust á að þruma boltanum fram. Leiknismönnum tókst að hemja boltann betur í fyrri hálfleik og áttu nokkrar ágætis sóknir. Strax á 7. mínútu fengu Leiknismenn gott marktækifæri. Ármann Smári Björnsson sendi boltann á Árna Snæ Ólafsson markvörð en Kolbeinn Kárason náði að pota boltanum frá Árna og til Hilmars Árna Halldórssonar. Hilmar lagði boltann vel fyrir sig og skaut góðu skoti á markið en Ármann Smári bjargaði glæsilega. Kolbeinn var aftur á ferðinni á 27. mínútu þegar fyrirgjöf hans endaði næstum í netinu en Árni Snær bjargaði með naumindum. Boltinn barst til Kristjáns Páls Jónssonar en skot hans úr þröngu færi sigldi langt framhjá stönginni. Ljóst var snemma að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og fáar áhættur voru teknar. Skagamenn hættu snemma að reyna að spila boltanum á milli sín og reyndu mestmegnis langar sendingar á þá Garðar Gunnlaugsson og Arsenij Buinickij sem varnarmenn Leiknis áttu létt með að verjast. Leiknismenn voru öllu hættulegri með Hilmar Árna í aðalhlutverki en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. ÍA hóf síðari hálfleik af miklum krafti og Eyjólfur Tómasson varði vel í tvígang á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, fyrst frá Alberti Hafsteinssyni úr góðu færi og mínútu síðar langskot frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni. Hálfleiksræða Gunnlaugs Jónssonar virtist hitta í mark hjá þeim gulklæddu. Atli Arnarson og Ólafur Hrannar Kristjánsson komu inná í liði Leiknis eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik en Skagamenn voru sterkari þrátt fyrir það og á 68. mínútu skoraði Garðar Gunnlaugsson markið sem réði úrslitum. Marko Andelkovic sendi háa fyrirgjöf á Garðar sem stóð til móts við fjærstöngina og skallaði hátt í áttina sem boltinn kom úr. Jón Vilhelm Ákason reyndi að ná til boltans sem virtis fipa Eyjólf sem náði ekki til knattarins og markið skráð á Garðar. Leiknismenn sóttu hvað þeir gátu en fóru mjög illa með sínar sóknir. Þeim tókst ekki að opna vörn gestanna af neinu ráði og þegar þeir komust í færi skutu þeir yfirleitt framhjá eða yfir. Kolbeinn Kárason hvarf í síðari hálfleik, Elvar Páll var dapur þar til honum var skipt útaf og Hilmari Árna voru mislagðar fætur upp við vítateig ÍA. Atli Arnarson átti góða innkomu í liði heimamanna en Breiðhyltingar virðast ekki hafa mikla breidd fram á við og mega ekki við því að Elvar og Kolbeinn spili illa. Undir lokin áttu Leiknismenn sitt besta færi en Hilmar Árni skaut í stöngina úr dauðafæri. Mínútu áður hafði Ásgeir Marteinsson skotið framhjá einn gegn Eyjólfi Tómassyni og hefur honum væntanlega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Hilmar sveiflaði fætinum. Skagamenn geta unað sáttir við sín 3 stig í þessum jafna leik. Leiknir fékk fleiri færi en fóru illa með þau á meðan Garðar Gunnlaugsson þurfti bara eitt. Garðar verður mikilvægur fyrir ÍA og lék afar vel í dag ásamt þeim Arnari Má, Andelkovic og Arnóri Snæ í jöfnu liði gestanna. Leiknisliðið var vel skipulagt að vanda en þeir fóru illa að ráði sínu sóknarlega. Elvar Páll og Kristján voru slakir og Kolbeinn náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Leiknir hefur ekki efni á að fara illa með færin sín ef þeir ætla að halda sér uppi og er það sennilega stærsta spurningamerkið sem hægt er að setja við nýliðana. Skagamenn virðast hafa fleiri vopn sóknarlega og þó þeir leiki ekki fallegustu knattspyrnu deildarinnar þá munu þeir reynast mörgum liðum óþægur ljár í þúfu.Gunnlaugur: Árni er í mikilli framför Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var sáttur í leikslok. "Þessi leikur snerist um læti og annan bolta við vorum heldur betur tilbúnir í það, ég er geysilega sáttur með þrjú stig" Gunnlaugur sagði stigin þrjú vera gríðarlega mikilvæg eftir tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. "Við vorum sáttir með ansi margt gegn Íslandsmeisturunum og það er gott að vinna þrjú stig hér". Aðspurður um markvörðinn sinn sagði Gunnlaugur: "Árni Snær hefur tekið ákveðið skref frá því í fyrra enda var síðasta tímabil hans fyrsta í meistaraflokki. "Við réðum Guðmund Hreiðarsson í vetur til að skóla hann til og hann er á góðri leið með að gera mjög athyglisverðan markvörð úr honum". Sagði Gunnlaugur Jónsson sigurreifur í leikslok.Freyr: Garðar er framherji af bestu sort Freyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis var þungur á brún í leikslok. "Við erum ósáttir með að tapa, við þurftum ekki að tapa þessum leik. Leikurinn spilaðist eins og við vissum, það var mikið af löngum boltum og baráttu, hraðar sóknir og föst leikatriði spiluðu stóra rullu." Aðspurður hvort hann hefði verið ánægður með sína menn svaraði Freyr að Leiknir hefði spilað ágætlega: "Við áttum 17 fyrirgjafir en einungis eitt færi eftir fyrirgjöf þegar Hilmar Árni fær boltann dauðan í teignum og skýtur í stöng í uppbótartíma." Freyr sparaði ekki hrósið í garð markaskorara Skagamanna: "Garðar Gunnlaugsson hefur tekið miklum framförum og er allt annar leikmaður en fyrir 5-6 árum. Hann er orðinn framherji af bestu tegund". Dagurinn var stór í sögu Leiknis og Freyr naut hans þrátt fyrir úrslitin. "Þetta var stórkostleg stund fyrir Leikni og var eitt af okkur markmiðum þegar við Davíð (Snorri Jónsson) tókum við sem þjálfarar hérna, að koma Leikni í deild hinna bestu, og við erum mjög stoltir."Freyr á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirSkagamenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Gunnlaugs í efstu deild í kvöld.vísir/ernirvísir/ernir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Krakkar frá 20 þjóðlöndum leiða leikmenn Leiknis og ÍA inn á völlinn í kvöld Leiknismenn vekja athygli á verðlaunuðu jafnréttisstarfi sínu fyrir sjónvarpsleikinn í kvöld. 11. maí 2015 13:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Tvískipt í Víkinni Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44 Svona var stemningin þegar Leiknir komst upp | Fyrsti heimaleikurinn í kvöld Heldur Garðar Gunnlaugsson áfram að hrella Leiknismenn eins og í fyrra? 11. maí 2015 12:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Fylkir stal stigi Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. 11. maí 2015 18:30 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Fyrsti heimaleikur Leiknis í efstu deild fór fjörlega af stað. Mikil barátta og læti einkenndu leikinn frá fyrstu mínútu þar sem liðin skiptust á að þruma boltanum fram. Leiknismönnum tókst að hemja boltann betur í fyrri hálfleik og áttu nokkrar ágætis sóknir. Strax á 7. mínútu fengu Leiknismenn gott marktækifæri. Ármann Smári Björnsson sendi boltann á Árna Snæ Ólafsson markvörð en Kolbeinn Kárason náði að pota boltanum frá Árna og til Hilmars Árna Halldórssonar. Hilmar lagði boltann vel fyrir sig og skaut góðu skoti á markið en Ármann Smári bjargaði glæsilega. Kolbeinn var aftur á ferðinni á 27. mínútu þegar fyrirgjöf hans endaði næstum í netinu en Árni Snær bjargaði með naumindum. Boltinn barst til Kristjáns Páls Jónssonar en skot hans úr þröngu færi sigldi langt framhjá stönginni. Ljóst var snemma að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og fáar áhættur voru teknar. Skagamenn hættu snemma að reyna að spila boltanum á milli sín og reyndu mestmegnis langar sendingar á þá Garðar Gunnlaugsson og Arsenij Buinickij sem varnarmenn Leiknis áttu létt með að verjast. Leiknismenn voru öllu hættulegri með Hilmar Árna í aðalhlutverki en án þess þó að skapa sér hættuleg færi. ÍA hóf síðari hálfleik af miklum krafti og Eyjólfur Tómasson varði vel í tvígang á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, fyrst frá Alberti Hafsteinssyni úr góðu færi og mínútu síðar langskot frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni. Hálfleiksræða Gunnlaugs Jónssonar virtist hitta í mark hjá þeim gulklæddu. Atli Arnarson og Ólafur Hrannar Kristjánsson komu inná í liði Leiknis eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik en Skagamenn voru sterkari þrátt fyrir það og á 68. mínútu skoraði Garðar Gunnlaugsson markið sem réði úrslitum. Marko Andelkovic sendi háa fyrirgjöf á Garðar sem stóð til móts við fjærstöngina og skallaði hátt í áttina sem boltinn kom úr. Jón Vilhelm Ákason reyndi að ná til boltans sem virtis fipa Eyjólf sem náði ekki til knattarins og markið skráð á Garðar. Leiknismenn sóttu hvað þeir gátu en fóru mjög illa með sínar sóknir. Þeim tókst ekki að opna vörn gestanna af neinu ráði og þegar þeir komust í færi skutu þeir yfirleitt framhjá eða yfir. Kolbeinn Kárason hvarf í síðari hálfleik, Elvar Páll var dapur þar til honum var skipt útaf og Hilmari Árna voru mislagðar fætur upp við vítateig ÍA. Atli Arnarson átti góða innkomu í liði heimamanna en Breiðhyltingar virðast ekki hafa mikla breidd fram á við og mega ekki við því að Elvar og Kolbeinn spili illa. Undir lokin áttu Leiknismenn sitt besta færi en Hilmar Árni skaut í stöngina úr dauðafæri. Mínútu áður hafði Ásgeir Marteinsson skotið framhjá einn gegn Eyjólfi Tómassyni og hefur honum væntanlega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar Hilmar sveiflaði fætinum. Skagamenn geta unað sáttir við sín 3 stig í þessum jafna leik. Leiknir fékk fleiri færi en fóru illa með þau á meðan Garðar Gunnlaugsson þurfti bara eitt. Garðar verður mikilvægur fyrir ÍA og lék afar vel í dag ásamt þeim Arnari Má, Andelkovic og Arnóri Snæ í jöfnu liði gestanna. Leiknisliðið var vel skipulagt að vanda en þeir fóru illa að ráði sínu sóknarlega. Elvar Páll og Kristján voru slakir og Kolbeinn náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Leiknir hefur ekki efni á að fara illa með færin sín ef þeir ætla að halda sér uppi og er það sennilega stærsta spurningamerkið sem hægt er að setja við nýliðana. Skagamenn virðast hafa fleiri vopn sóknarlega og þó þeir leiki ekki fallegustu knattspyrnu deildarinnar þá munu þeir reynast mörgum liðum óþægur ljár í þúfu.Gunnlaugur: Árni er í mikilli framför Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var sáttur í leikslok. "Þessi leikur snerist um læti og annan bolta við vorum heldur betur tilbúnir í það, ég er geysilega sáttur með þrjú stig" Gunnlaugur sagði stigin þrjú vera gríðarlega mikilvæg eftir tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. "Við vorum sáttir með ansi margt gegn Íslandsmeisturunum og það er gott að vinna þrjú stig hér". Aðspurður um markvörðinn sinn sagði Gunnlaugur: "Árni Snær hefur tekið ákveðið skref frá því í fyrra enda var síðasta tímabil hans fyrsta í meistaraflokki. "Við réðum Guðmund Hreiðarsson í vetur til að skóla hann til og hann er á góðri leið með að gera mjög athyglisverðan markvörð úr honum". Sagði Gunnlaugur Jónsson sigurreifur í leikslok.Freyr: Garðar er framherji af bestu sort Freyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis var þungur á brún í leikslok. "Við erum ósáttir með að tapa, við þurftum ekki að tapa þessum leik. Leikurinn spilaðist eins og við vissum, það var mikið af löngum boltum og baráttu, hraðar sóknir og föst leikatriði spiluðu stóra rullu." Aðspurður hvort hann hefði verið ánægður með sína menn svaraði Freyr að Leiknir hefði spilað ágætlega: "Við áttum 17 fyrirgjafir en einungis eitt færi eftir fyrirgjöf þegar Hilmar Árni fær boltann dauðan í teignum og skýtur í stöng í uppbótartíma." Freyr sparaði ekki hrósið í garð markaskorara Skagamanna: "Garðar Gunnlaugsson hefur tekið miklum framförum og er allt annar leikmaður en fyrir 5-6 árum. Hann er orðinn framherji af bestu tegund". Dagurinn var stór í sögu Leiknis og Freyr naut hans þrátt fyrir úrslitin. "Þetta var stórkostleg stund fyrir Leikni og var eitt af okkur markmiðum þegar við Davíð (Snorri Jónsson) tókum við sem þjálfarar hérna, að koma Leikni í deild hinna bestu, og við erum mjög stoltir."Freyr á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirSkagamenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Gunnlaugs í efstu deild í kvöld.vísir/ernirvísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Krakkar frá 20 þjóðlöndum leiða leikmenn Leiknis og ÍA inn á völlinn í kvöld Leiknismenn vekja athygli á verðlaunuðu jafnréttisstarfi sínu fyrir sjónvarpsleikinn í kvöld. 11. maí 2015 13:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Tvískipt í Víkinni Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44 Svona var stemningin þegar Leiknir komst upp | Fyrsti heimaleikurinn í kvöld Heldur Garðar Gunnlaugsson áfram að hrella Leiknismenn eins og í fyrra? 11. maí 2015 12:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Fylkir stal stigi Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. 11. maí 2015 18:30 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01
Krakkar frá 20 þjóðlöndum leiða leikmenn Leiknis og ÍA inn á völlinn í kvöld Leiknismenn vekja athygli á verðlaunuðu jafnréttisstarfi sínu fyrir sjónvarpsleikinn í kvöld. 11. maí 2015 13:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Tvískipt í Víkinni Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44
Svona var stemningin þegar Leiknir komst upp | Fyrsti heimaleikurinn í kvöld Heldur Garðar Gunnlaugsson áfram að hrella Leiknismenn eins og í fyrra? 11. maí 2015 12:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Fylkir stal stigi Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. 11. maí 2015 18:30