Hænufet í rétta átt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 11. maí 2015 19:09 Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Ríkið hefur lagt fram óformlega sáttatillögu til BHM sem felur í sér svipaða hækkun og Starfsgreinasambandinu stendur til boða. Formaður samninganefndar BHM segir að tilllagan sem ríkið lagði fram sé hænufet í rétta átt. Hann segir að verið sé að bjóða um það bil tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum, sumsé svipaðar prósentuhækkanir og starfsgreinasambandinu standi til boða. Það sé hinsvegar ekki verið að ræða skerðingu á yfirvinnu eða neitt slíkt. Tilboðið núna leysir ekki verkfallið eitt og sér. Páll Halldórsson segir að háskólamenn leggi mesta áherslu á stofnanasamninga en prósentuhækkanir leiki minna hlutverk í viðræðunum. Annar fundur er boðaður ídeilunni klukkan tvö á morgun. Það er raunveruleg hætta á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja í verkfallinu. Þetta kemur fram í bréfi læknanna Jakobs Jóhannssonar yfirmanns geislameðferðar á Landsspítalanum og Gunnars Bjarni Ragnarssonar yfirlæknis á krabbameinsdeild til landlæknis en hann sagðist í kjölfarið telja að setja ætti lög á verkfallið. Hann skilaði greinargerð um verkfallið til heilbrigðisráðherra í dag en hún verður rædd í ríkisstjórn á morgun. Jakob sagði við Stöð 2 í kvöld að hann væri ekki að biðja um lagasetningu en það væri tímabært að tala tæpitungulaust. Gunnar Bjarni sagði að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og í raun óviðunandi. Það væri í raun og veru mikil hætta á því að einhver myndi deyja vegna verkfallsins og menn eigi ekki að sætta sig við slíkt samfélag. Það væri búið að gjaldfella heilbrigðiskerfið í rúman mánuð og varla hægt að una við þetta lengur.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira