Íslenski boltinn

Kiko Insa: Ef þetta er rautt þá er mamma mín Englandsdrottning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Kiko Insa, leikmaður Keflavíkur, var rekinn útaf á móti FH í 2. umferð Pepsi-deildarinnar eftir brot á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-liðsins.

Kiko Insa kom þá fljúgandi inn í tæklingu með sólann á undan sér og flestir eru sammála því að það hafi verið rétt hjá Þóroddi Hjaltalín að lyfta rauða spjaldinu. Leikmaðurinn sjálfur er þó ekki einn af þeim.

Kiko Insa tjáði sig um brotið sitt á twitter-síðu sinni: „Ef þetta er rautt spjald ... þá er mamma mín Englandsdrottning," skrifaði Kiko Insa sem er 27 ára gamall Spánverji.

Lesendur Vísis geta sjálfir dæmt um þetta en það má sjá þetta brot hér fyrir neðan.

Kiko Insa er á leiðinni í bann en hann var í banni í þremur leikjum þegar hann spilaði með Víkingi úr Ólafsvík fyrir tveimur árum, tveir komu til vegna of margra gulra spjalda og einn vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik á móti Val á Hlíðarenda.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×