Herópið sem heyrðist um heim allan Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 10:34 Leeroy Jenkins vakti mikla athygli og fjölmargir hafa notað heróp hans til gríns og gamans. Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest. Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest.
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira