Íslenski boltinn

Fæstir uppaldir leikmenn hjá Reykjavíkurfélögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Árni Antoníusson í leiknum á móti FH.
Guðjón Árni Antoníusson í leiknum á móti FH. Vísir/Ernir
Sjö af tólf liðum Pepsi-deildar karla í fótbolta hafa notað fleiri uppalda leikmenn en "aðkeypta" í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins.

Vísir fór yfir hvaða leikmenn spiluðu í fyrstu tveimur umferðunum og hvort þeir séu uppaldir eða ekki.

Keflavík hefur notað flesta uppalda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar eða 11 talsins en Stjörnumenn eru með hæsta hlutfallið því 67 prósent leikmanna liðsins í sigrunum á ÍA og ÍBV eru uppaldir í Garðabænum.

Fylkismenn hafa notað tíu uppalda leikmenn í sínum leikjum en topplið FH, nýliðar Leiknis og Fjölnir hafa öll nota níu uppalda leikmenn.

Reykjavíkurfélögin Valur, KR og Víkingur eru í nokkrum sérflokki því samanlagt hafa þessi þrjú félög aðeins notað sjö uppalda leikmenn í fyrstu tveimur leikjum sínum eða minna en sjö af tólf liðum deildarinnar.

Valur, KR og Víkingur hafa á sama tíma notað samanlagt tólf erlenda leikmenn í þessum tveimur fyrstu leikjum sínum.

Uppaldir leikmenn í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla:

Keflavík - 11 af 17

Stjarnan - 10 af 15

Fylkir - 10 af 16

FH - 9 af 15

Leiknir - 9 af 15

Fjölnir - 9 af 17

ÍA - 8 af 15

Breiðablik - 7 af 14

ÍBV - 7 af 17

Víkingur - 3 af 15

KR - 2 af 15

Valur - 2 af 17

- Leikmaður telst uppalinn hjá viðkomandi félagi ef hann kemur til félagsins í 3. flokki eða fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×