Morata skaut Juventus áfram gegn sínu gamla liði | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2015 16:20 Leikmenn Juventus fagna jöfnunarmark Morata. vísir/getty Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Juventus gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld og fór áfram, samanlagt 3-2.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Það er því ljóst að Real Madrid ver ekki Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann í fyrra en engu liði hefur tekist að verja titilinn síðan Meistaradeildin var sett á stofn tímabilið 1992-93. Þetta er í áttunda sinn sem Juventus kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en síðast þegar það gerðist (2003) sló liðið einmitt Real Madrid út í undanúrslitunum. Evrópumeistararnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og settu mikla pressu á vörn Juventus. Real Madrid náði forystunni á 23. mínútu þegar Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á James Rodríguez. Þetta var tíunda mark Ronaldos í Meistaradeildinni í ár og hann varð því fyrsti leikmaður sögu keppninnar til að skora 10 mörk eða fleiri fjögur tímabil í röð. Þetta var jafnframt mark númer 307 sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og hann jafnaði þar með Alfredo Di Stefáno á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins.Þetta var ekki kvöldið hans Gareth Bale.vísir/gettyReal Madrid leiddi í hálfleik en Juventus-menn mættu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Á 57. mínútu jafnaði svo Álvaro Morata metin í 1-1 gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði einnig í fyrri leiknum. Madrídingar bættu í sóknina eftir þetta enda þurftu þeir að vinna leikinn til að komast áfram. Þeir sóttu og sóttu og Gareth Bale fór illa með nokkur góð tækifæri við takmarkaða hrifningu stuðningsmanna Real Madrid. Claudio Marchisio fékk dauðafæri til að koma Juventus yfir á 70. mínútu en Iker Casillas varði skot hans. Leikmenn Real Madrid reyndu hvað þeir gátu en fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn Juventus. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, og Juventus er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Það verður því ekkert af Spánarslag Real Madrid og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Madrídingar þurfa líklega að sætta sig við titlalaust tímabil í ár.Ronaldo 1-0 Morata 1-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30 Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Juventus gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld og fór áfram, samanlagt 3-2.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Það er því ljóst að Real Madrid ver ekki Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann í fyrra en engu liði hefur tekist að verja titilinn síðan Meistaradeildin var sett á stofn tímabilið 1992-93. Þetta er í áttunda sinn sem Juventus kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en síðast þegar það gerðist (2003) sló liðið einmitt Real Madrid út í undanúrslitunum. Evrópumeistararnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og settu mikla pressu á vörn Juventus. Real Madrid náði forystunni á 23. mínútu þegar Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á James Rodríguez. Þetta var tíunda mark Ronaldos í Meistaradeildinni í ár og hann varð því fyrsti leikmaður sögu keppninnar til að skora 10 mörk eða fleiri fjögur tímabil í röð. Þetta var jafnframt mark númer 307 sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og hann jafnaði þar með Alfredo Di Stefáno á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins.Þetta var ekki kvöldið hans Gareth Bale.vísir/gettyReal Madrid leiddi í hálfleik en Juventus-menn mættu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Á 57. mínútu jafnaði svo Álvaro Morata metin í 1-1 gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði einnig í fyrri leiknum. Madrídingar bættu í sóknina eftir þetta enda þurftu þeir að vinna leikinn til að komast áfram. Þeir sóttu og sóttu og Gareth Bale fór illa með nokkur góð tækifæri við takmarkaða hrifningu stuðningsmanna Real Madrid. Claudio Marchisio fékk dauðafæri til að koma Juventus yfir á 70. mínútu en Iker Casillas varði skot hans. Leikmenn Real Madrid reyndu hvað þeir gátu en fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn Juventus. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, og Juventus er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Það verður því ekkert af Spánarslag Real Madrid og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Madrídingar þurfa líklega að sætta sig við titlalaust tímabil í ár.Ronaldo 1-0 Morata 1-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30 Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30
Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30
Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04
Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02
Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30
Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30
Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33