Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur í KR?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Ólafur gæti verið á leið í KR.
Bjarni Ólafur gæti verið á leið í KR. vísir/arnþór
Lokadagur félagaskipta í íslenska fótboltanum er í dag og má búast við að einhver lið í Pepsi-deildinni styrki sig á lokasprettinum. Svo gæti farið að Reykjavíkurrisarnir KR og Valur eigi leikmannaskipti.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerðu KR-ingar Valsmönnum tilboð í vinstri bakvörðinn Bjarna Ólaf Eiríksson og buðu á móti framherjann Þorstein Má Ragnarsson. Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði ekkert slíkt hafa borist inn á borð til sín þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um málið í gær.

Bjarni Ólafur er uppalinn Valsmaður og hefur aldrei leikið fyrir annað lið í efstu deild, en hann var í þrjú ár í atvinnumennsku í Noregi.

Þorsteinn Már byrjaði nær alla leiki KR á undirbúningstímabilinu en var settur á bekkinn þegar Óskar Örn Hauksson sneri heim rétt fyrir mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×