Íslenski boltinn

Haukar komnir á blað | HK með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jósef Kristinn Jósefsson og félagar eru enn stigalausir eftir tvær fyrstu umferðirnar í 1. deildinni.
Jósef Kristinn Jósefsson og félagar eru enn stigalausir eftir tvær fyrstu umferðirnar í 1. deildinni. vísir/andri marinó
Haukar unnu góðan 1-0 sigur á Grindavík í 2. umferð 1. deildarinnar á Schenker-vellinum í kvöld.

Björgvin Stefánsson skoraði eina mark leiksins á 51. mínútu. Tæpum 20 mínútum seinna fékk Grindavík vítaspyrnu en Terrence William gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Óla Baldurs Bjarnasonar sem fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið fyrir að fara harkalega í William.

Haukar eru með þrjú stig í 1. deildinni en Grindvíkingar eru enn án stiga.

Þá gerði HK góða ferð til Selfoss og vann 0-1 sigur á heimamönnum. Jón Gunnar Eysteinsson skoraði eina mark leiksins á lokamínútunni en Selfyssingar voru einum færri á þeim tímapunkti eftir að Halldór Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik.

HK er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en lærisveinar Þorvaldar Örlygssonar unnu 0-2 sigur á Gróttu í 1. umferðinni.

Selfyssingar eru hins vegar með þrjú stig en þeir unnu 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík um síðustu helgi.


Tengdar fréttir

365, N1 og KSÍ í samstarf um sýningar á leikjum í 1. deild karla

Önnur umferð 1. deildar karla í fótbolta hefst í kvöld og nú hafa 365, N1 og KSÍ gert samkomulag varðandi beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Í það minnsta einn leikur í hverri umferð verður sýndur á SportTV og Vísir.is en auk þess munu valdir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×