Segir stefna í fordæmalausa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 13:14 Páll Matthíasson. „Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Fram undan eru verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mikilvægum störfum í þeirri stóru keðju sem starfsemi Landspítala byggir á. Það má ekki verða.“ Þetta skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í lok þessarar viku hefur verkfall félaga BHM staðið yfir í sex vikur og segir hann þennan langa tíma og fjölda þeirra sjúklinga sem ekki fái nauðsynlegar rannsóknir vera öryggisógn. „Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr. Staðan sem þá kemur upp er algerlega fordæmalaus.“ Pistil Páls á vef Landspítalans má sjá hér. Páll segir að með hverjum deginum sem líður aukist álag á bæði þá sem séu í verkfalli og þá sem ekki eru í verkfalli. „Þegar allt kemur til alls höfum öll sama markmið – þá bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þeim sem til okkar leita. Til að ná því markmiði viljum við að á Landspítala séu aðstæður og kjör okkar allra með þeim hætti að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður.“Ekki unað við þetta lengur Nú hafa verkföll staðið á Landspítala í 17 vikur af þeim 29 frá upphafi verkfalls læknafélaganna í lok október. Páll segir ástandið vera með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Við þetta verði ekki unað lengur. Þar að auki segir Páll að sá rammi sem heilbrigðisþjónustunni hafi verið settur í gegnum tíðina hafi verið skapaðu r með ákvörðunum stjórnvalda þegar komið að skiptingu fjármuna styðji ekki markmiðin eða stefnumótunina sem þau sjálf setji sér. Reglulegur stjórnendafundur var haldinn í vikunni. Páll segist hafa velt því upp á fundinum hvort forsvaranlegt væri að halda hann á meðan eldarnir brenna. „Mitt mat er að við eigum ekki val um það – ef við létum sífellt stjórnast af krísu dagsins kæmumst við ekkert áfram. Leiðin, eina færa leiðin, er að horfa á stóru myndina, hafa skýra sýn á það hvert við erum að fara, setja upp skýrt plan um það hvernig við eigum að komast þangað - og þoka svo hlutum áfram með því að gera eitthvað á hverjum degi í stóru málunum, á sama tíma og við berjumst við að slökkva alla eldana sem brenna.“ Þó segir Páll að ekki verði fram hjá því horft að staða dagsins sé óvenjuleg. „Við getum ekki haldið áfram með þessum hætti. Væri heilbrigðiskerfið sjúklingur væru sennilega allir sammála um að heilt yfir þyrfti sjúklingurinn á uppvinnslu og jafnvel endurhæfingu að halda. Góð heilbrigðisþjónusta myndi hins vegar fyrst ganga í það verkefni að bjarga sjúklingnum - úr andnauð verkfalla.“ Samkvæmt Páli er krafa um að friður ríki um rekstur heilbrigðisþjónustunnar og að til þess séu nýir kjarasamningar nauðsynlegt fyrsta skref.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira