Magnaður McIlroy setti vallarmet á Quail Hollow 17. maí 2015 11:30 McIlroy virðist óstöðvandi þessa dagana. Getty Rory McIlroy sýndi öllum af hverju hann er besti kylfingur heims á þriðja hring á Wells Fargo meistaramótinu en hann fór gjörsamlega á kostum og setti nýtt vallarmet á Quail Hollow vellinum. McIlroy lék hringinn á 61 höggi eða heilum 11 undir pari en hann fékk sex fugla á seinni níu holunum og ekki einn einasta skolla. Hann sagði við fréttamenn eftir hringinn að völlurinn hentaði sér mjög vel en hann leiðir nú mótið með fjórum höggum á 18 höggum undir pari.Webb Simpson er í öðru sæti á 14 höggum undir pari en Robert Streb er í þriðja sæti á 11 höggum undir, heilum sjö höggum á eftir McIlroy. Það verður áhugavert að sjá hvort að einhverjum tekst að gera atlögu að Norður-Íranum unga á lokahringnum, sem verður þó að teljast ólíklegt miðað við frammistöðu hans á þriðja hring sem var hreint út sagt mögnuð. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sýndi öllum af hverju hann er besti kylfingur heims á þriðja hring á Wells Fargo meistaramótinu en hann fór gjörsamlega á kostum og setti nýtt vallarmet á Quail Hollow vellinum. McIlroy lék hringinn á 61 höggi eða heilum 11 undir pari en hann fékk sex fugla á seinni níu holunum og ekki einn einasta skolla. Hann sagði við fréttamenn eftir hringinn að völlurinn hentaði sér mjög vel en hann leiðir nú mótið með fjórum höggum á 18 höggum undir pari.Webb Simpson er í öðru sæti á 14 höggum undir pari en Robert Streb er í þriðja sæti á 11 höggum undir, heilum sjö höggum á eftir McIlroy. Það verður áhugavert að sjá hvort að einhverjum tekst að gera atlögu að Norður-Íranum unga á lokahringnum, sem verður þó að teljast ólíklegt miðað við frammistöðu hans á þriðja hring sem var hreint út sagt mögnuð. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira